Tunglkomudagar

TUNGLFRÉTTIR
Nýtt tungl

Ef þú vilt taka þátt í því að vera með okkur á tunglkomudögum,
 sendu okkur þá gsm númerið þitt á torah@internet.is svo hægt sé
að senda þér SMS skilaboð um væntanlegan tíma til að hittast.

Áætlaðir tunglkomudagar 2010-2011

Ár Mán. Dagur Vikud. Hebr.
mán.
2010 mars 17. Miðv. I
2010 apríl 15. Fimm. II
2010 maí 15. Laug. III
2010 júní 13. Sunn. IV
2010 júlí 13. Þrið. V
2010 ágúst 11. Miðv. VI
2010 sept. 11. Föst. VII
2010 okt. 9. Laug. VIII
2010 nóv. 7. Sunn. IX
2010 des. 7. Þrið. X
2011 jan. 5. Mið. XI
2011 feb. 4. Föst. XII
2011 mars 6. Sunn.  
2011 apríl 4. Mán.  


Tunglkoma 2. mánaðar í dagatali YHWH
var staðfest að kvöldi 15. apríl 2010.

Blásið var í shofar á Hornafirði
og einnig við sjávarsíðuna í Laugarnesinu í Reykjavík.

Myndir hér


Blásum inn nýtt ár!

Við sólsetur 17. mars hefst avívmánuður og biblíulegt nýtt ár.
Við ætlum að hittast kl. 20:00 á hæðinni efst á Útvarpsstöðvarvegi
til að blása í shofar og biðja fyrir komandi ári YHWH.
Sjá kort hér: KORT



Shana tova!
Gleðilegt nýtt ár!



Tunglkoma fyrsta mánaðar

Ekki sást til tungls að kvöldi 16. mars þannig að sjálfgefinn tunglkomudagur
hefst við sólsetur miðvikudaginn 17. mars 2010 .

Byggið hefur náð réttum þroska (er aviv) og þess vegna markar þessi tunglkoma
upphaf fyrsta mánaðar í dagatali YHWH og því einnig nýtt biblíulegt ár.


 

Tunglkoma tólfta biblíulega mánaðarins
hefur verið staðfest




Myndir hér
Blásið á Höfn í norðanvindi


Mánudaginn
15. febrúar sást glitta í nýtt tungl yfir Jerúsalem
kl. 17.56 að staðartíma. Vottar þessarar tunglkomu eru
Willie Ondricek, Nehemia Gordon, Devorah Gordon og Bruce Brill.

Í þessum mánuði er púrímhátíðin haldin hátíðleg,
14.-15. dag 12. biblíulega mánaðarins, sem er 1.-2. mars.

Hér er tengill inn á fræðslu um púrímhátíðina.
Púrím

Tunglkoma ellefta biblíulega mánaðarins
hefur verið staðfest




Laugardaginn 16. janúar sást glitta í nýtt tungl yfir Jerúsalem
kl. 17.20 að staðartíma. Vottar þessarar tunglkomu eru
Willie Ondricek, Nehemia Gordon, Devorah Gordon og Tina Ondricek.

Hodesh Sameach!
Gleðilegan tunglkomudag!


Smella hér til að sjá myndir

Tunglkoma 10. mánaðar


Ekki sást til tungls í Jerúsalem  fimmtudaginn 17. des.
og var því sjálfgefinn tunglkomudagur við sólsetur í dag, 18. des.

Nokkrir hittust við sjávarsíðuna í Laugarnesi til að blása,
einnig var blásið í Breiðholti, í Hveragerði og Höfn í Hornafirði.
Sjá myndir hér

 

Tunglkomufréttir



Tunglkoma hefur verið staðfest.
Það sást glitta í nýtt tungl í Jerúsalem kl 16:53 að staðartíma
miðvikudaginn 18. nóvember og þar með gekk
níundi biblíulegi mánuðurinn í garð.

Það var blásið í shofar á ýmsum stöðum
og ánægjulegt er að segja frá því að nú var
einnig blásið í Hveragerði.

Sjá myndir

Rosh Chodesh Sameach!
Gleðilegan tunglkomudag!

 

 

Áttundi mánuður 

Þiðjudaginn 20. október var tunglkoma
vottuð í Jerúsalem kl. 17:13 að staðartíma.

Það var blásið í Reykjavík og Kópavogi.
Einnig höfum við frétt af íslenskum blæstri í Danmörku :-)

Myndir
Shofar

Sjöundi mánuður

Tunglkoma var staðfest í Jerúsalem við sólarlag 20. september 2009.

Þar með hófst sjöundi mánuður í dagatali skaparans
og fyrsta hausthátíðin, Yom Teruah.

Hátíðinni og tunglkomunni var fagnað með bænum,
fræðslu, samveru, lofgjörð og frábærum mat.
Að sjálfsögðu var líka blásið í hornin af lífs og sálar kröftum.

Yom Teruah ´09
Tunglkomudagur 20. september 2009 - Yom Teruah

Sjötti mánuður

Tunglkomudagur 22. ágúst 2009
Tunglkomudagur 22. ágúst 2009
Smella á myndina til að skoða myndir...


Nýtt tungl sást í Jerúsalem 22. ágúst 2009
og markar það upphaf 6. mánaðar í dagatali YHWH.

Fimmti mánuður 
Nýtt tungl sást í Jerúsalem eftir sólsetur 23. júlí, kl. 19:50 að staðartíma og markar það upphaf 5. mánaðar í dagatali YHWH.
Blásið var í shofar á ýmsum stöðum og beðið fyrir landi og þjóð.

Tunglkomudagur 23. júlí 2009Katrín Birna Þráinsdóttir - HöfnÁrtún
Smella hér til að sjá myndir

Efraím, kom heim!

Fjórði mánuður
Nýtt tungl sást í Jerúsalem eftir sólsetur 23. júní og þar með hófst 4. mánuður í dagatali YHWH. Í tilefni tunglkomudagsins var blásið í shofar í Reykjavík, Kópavogi, Grímsnesi og Höfn í Hornafirði.


Blásið frá Seyðishólum í GrímsnesiBlásið frá Seyðishólum í Grímsnesi

Smella hér til að sjá myndir

Þriðji mánuður
Mánudaginn 25. maí 2009 sást glitta í nýtt
tungl í Jerúsalem, kl. 19.46 að staðartíma.
Það markar upphaf 3. mánaðar í dagatali YHWH.

Það kvöld fórum við upp á hæð yfir  borginni,
blésum í shofar í tilefni tunglkomunnar sem hafði verið tilkynnt frá Jerúsalem og sendum út bænir yfir land og þjóð.

Þeytið lúðurinn á tunglkomudögum
Smella á myndina til að skoða myndir.

Fréttir 26.04.09 - Annar mánuður
Í kvöld fórum við upp á hæð yfir  borginni,
blésum í shofar í tilefni tunglkomunnar og sendum út bænir yfir land og þjóð.
Að sjálfsögðu báðum við líka fyrir Ísrael.

Tunglkoma
Smella á myndina til að skoða myndirnar.

Fréttir 27.03.09 - Fyrsti mánuður
Í kvöld fórum við, nokkur saman, að sjávarsíðunni á Laugarnesi, báðum og blésum í shofar til að fagna komu avivmánaðar og nýs biblíulegs árs (6009).

Fréttir 27.02.09
Við fórum í fyrsta skipti í gærkvöldi, nokkur saman, í tilefni tunglkomunnar, upp á hæð yfir borginni, blésum í shofar og sendum út bænir yfir land og þjóð í frostgaddi og snjófjúki.

Ef þú vilt taka þátt í því í næsta mánuði, með mjög stuttum fyrirvara,
sendu okkur þá gsm númerið þitt á torah@internet.is svo hægt sé að senda þér
SMS skilaboð um væntanlegan tíma til að hittast.

 

Sálmur 81.4-5
Þeytið lúðurinn á tunglkomudögum (þegar sést í nýtt tungl), við tunglfylling á hátíðisdegi vorum
(þegar hátíðir eru á fullu tungli, t.d. framhjágangan 14. avív). Því að þetta eru lög fyrir Ísrael, boðorð Jakobs Guðs.

 

Áætlaðir tunglkomudagar
2010-2011
 
Ár Mán. Dagur Vikud. Hebr.
mán.
2010 mars 17. Miðv. I
2010 apríl 15. Fimm. II
2010 maí 15. Laug. III
2010 júní 13. Sunn. IV
2010 júlí 13. Þrið. V
2010 ágúst 11. Miðv. VI
2010 sept. 11. Föst. VII
2010 okt. 9. Laug. VIII
2010 nóv. 7. Sunn. IX
2010 des. 7. Þrið. X
2011 jan. 5. Mið. XI
2011 feb. 4. Föst. XII
2011 mars 6. Sunn.  
2011 apríl 4. Mán.  

 

 

 

 

     
 

 
Sigrún Einarsdóttir & Ragnar B. Björnsson © 2008
www.torah.is / torah@internet.is