Í Esterarbók sjáum við
uppruna púrímhátíðarinnar
Þótt þessi hátíð sé
ekki ein af hinum svokölluðu löghátíðum YHWH er þetta þó hátíð
sem við ættum líka að gefa gaum, því í henni eru margar
skuggamyndir af því sem koma skal.
Það gerðist á tímum
Ahasaverusar Persakonungs sem ríkti frá Indlandi til Blálands
(Eþíópíu), yfir 127 skattlöndum að hann hélt mikla 180 daga
veislu öllum höfðingjum sínum og þjónum.
Þá tók við önnur
veisla fyrir alla þá sem bjuggu í borginni Súsa
Á sama tíma hélt Vastí
drottning veislu
Þá gerist það á
sjöunda degi að konungur (hreifur af víni) lét kalla Vastí til
sín svo hann gæti sýnt fegurð hennar en Vastí neitaði að koma.
Þá reiddist konungur
heldur betur og ráðgjafar hans (líklegast jafn fullir og hinir)
hvöttu hann til að reka bara frá sér þessa drottningu til þess
að kenna öllum konum þá lexíu að hver maður skyldi vera húsbóndi
á sínu heimili og segja allt það sem honum sýndist.
En eftir að vínið og
reiðin hafði runnið af konungi áttaði hann sig á því hvað hann
hafði gert Vastí, en aftur lögðu ráðgjafar hans á ráðin með
honum og buðust til að láta leita að ungum, fríðum meyjum sem
hann gæti valið sér eina af sem drottningu í stað Vastí og þá
gæti hann tekið gleði sína á ný.
Hann hafði tekið að
sér munaðarlausa dóttur föðurbróður síns
Hadassa var tekin til
konungshallarinnar og gert að undirbúa sig að ákveðnum
hreinsunarsið áður en hún yrði leidd fyrir konung.
Svo kom að því að Ester var leidd fram fyrir konung.
Konungur varð mjög
hrifinn af Ester, tók hana fram yfir allar hinar meyjarnar og
krýndi hana drottningu í stað Vastí.
Þess er sérstaklega
getið í 2. kafla að Ester hafi hlotið náð í augum allra, fyrst
kvennavarðarins Hegaí og svo allra þeirra sem hana sáu og þar
með konungsins. Svona gerir YHWH, hann getur opnað leiðir og gefið velvilja.
Mordekai var svo
alltaf á gangi þarna hjá höllinni til að fylgjast með því
hvernig Ester liði og hvað væri að gerast. Hann hafði áhyggjur
af frænku sinni því hann hafði lofað að gæta hennar eftir að
foreldrar hennar dóu.
Heyrir þá eitt sinn á
tal tveggja þjóna konungs sem voru að ráðgera að drepa konung.
Hann segir Ester frá
því og hún lætur konung vita og segir honum að hún hafi þessar
upplýsingarnar frá Mordekai, Gyðingi sem sitji oft við
konungshliðið.
Konungur lét kalla til
sín þessa menn og jú, það var rétt, þeir voru sekir og refsað
fyrir það. Konungur ánægður með lífsbjörgina og lætur skrifa í
bókina sína hvernig Mordekai varð honum til bjargar.
Mordekai og Ester voru
aftur á móti
Haman er sem sagt af
ætt ævarandi óvinar Guðs og konungur hefur hann til vegs og
virðingar og segir öllum að lúta honum.
Í Esterarbók er Guð
hvergi beinlínis nefndur á nafn en þarna sjáum við þó anda YHWH
sannarlega að störfum í Mordekai og Ester sem lýtur leiðsögn
andans heilaga og við sjáum líka anda djöfulsins starfa í Haman,
sem þarna er mynd upp á andkrist.
Þótt konungur hefði
boðið öllum að lúta Haman neitaði
Alveg eins og Daníel
neitaði að lúta konungi í Babýlon áður honum var varpað í
ljónagryfjuna og Y'shua neitaði að falla fram og tilbiðja
djöfulinn í eyðimörkinni eigum við ekki heldur að lúta
djöflinum.
Haman reiðist yfir
þessu en finnst tilgangslítið að losa sig við Mordekai einan,
hugsar upp ráð til að losna við allt hans fólk,
Hann vill
útrýmingu Gyðinga og ekkert minna. Hann er ekki sá eini sem
hefur fengið þá djöfullegu hugmynd – andi Amaleks vill útrýma
Ísrael.
Og Haman sagði við Ahasverus konung: Ein er sú þjóð, sem lifir
dreifð og fráskilin meðal þjóðanna í öllum skattlöndum ríkis
þíns. Og lög þeirra eru frábrugðin lögum allra annarra þjóða, og
lög konungs halda þeir ekki, og hlýðir eigi að konungur láti þá
afskiptalausa. Ísraelslýð
er lýst sem fólki sem er öðruvísi
Þann 13. nísan notar
Haman hlutkesti, sem kallast púr, til að ákveða daginn
sem á að eyða öllum Gyðingum.
Þess vegna er þessi
tími kallaður Púrím.
Upp kom 13. dagur 12.
mánaðar sem nefnist adar
Þetta gerðist þann 13.
nísan (avív) sem er fyrsti mánuðurinn í árinu en adar er sá
síðasti þannig að þarna má sjá hönd YHWH að verki. Þetta er 12
mánaða frestur.
Til fróðleiks má nefna
að nákvæmlega sama dag,
Hann fær konung til að
fallast á þetta og í nafni konungs sendir Haman tilskipan til
allra skattríkja konungs um að þann 13. adar eigi að tortíma
öllum Gyðingum. Konungur hafði látið hann fá innsiglishring sinn
og þess vegna gat Haman sent út boð í nafni konungs. Innsiglið
var sama og samþykki konungs.
Mordekai fréttir þetta
og mikið harmakvein brýst út meðal Gyðinga. Mordekai klæddist
sekk og ösku
Þjónustufólk Esterar
sér hann úti fyrir hallarhliðinu í þessu ástandi og segir Ester
frá því. Hún vissi ekkert hvað var að gerast og lætur senda
Mordekai föt svo hann geti komið til viðtals við hana í höllinni
en hann neitar að fara úr sínum sorgarklæðum.
Þá lætur Ester spyrja
hann hvað ami eiginlega að og hann sendir henni bréf eins og
sent var um allt með boðum um að tortíma öllum Gyðingum þann 13.
adar. Hann bað Ester að fara til konungs og leita vægðar fyrir
þjóð sína.
Þegar Mordekai heyrði
þessi svör
Hver veit nema þú sért
til ríkis komin
Ester boðar til
þriggja daga föstu og fastar líka sjálf. Munið að Haman gaf út
tilskipunina þann 13. nisan og ef við gefum okkur að Mordekai
hafi frétt það strax (sem er mjög líklegt þar sem hann var við
hallarhliðið) hefur Ester boðað til föstunnar þann 14. nisan sem
er nokkuð merkilegt vegna þess að það er sami dagur og Y'shua
var krossfestur á. Hún boðaði til þriggja daga föstu sem er
táknrænt upp á dauða, greftun og upprisu Y'shua.
Á þriðja degi
föstunnar gengur hún fram fyrir konung sem réttir fram sprotann
sem samþykki um áheyrn og hún býður konungi og Haman til veislu
þá um kvöldið.
Y'shua er okkar
konungur og við þurfum ekki að vera hrædd við að koma fram fyrir
náðarhásæti hans. Fyrir blóð Y'shua megum við ganga með djörfung
inn í hið allra helgasta, við þurfum ekki að bíða þess að hann
veiti okkur sérstaka heimild.
Í veislunni spyr
konungur hana hver bón hennar sé,
Hún segir ekkert í
þetta skiptið en býður þeim að koma aftur til veislu næsta kvöld
og þá muni hún bera fram bón sína.
YHWH hafði nefnilega
áætlun.
Haman fer heim þetta
kvöld glaður og er í góðu skapi,
En á leiðinni gengur
hann framhjá Mordekai sem situr í konungshliði og neitar eins og
alltaf að láta haggast
Hann fór heim og
kallaði saman fjölskyldu sína og vini og sagði þeim að auðæfi
hans og upphafning væri honum ekki nóg á meðan hann sæi
Moredekaí Gyðing sitja í konungshliði. „Nú,
reistu þá bara háan gálga og láttu hengja hann þar. Þá ertu laus
við hann og getur verið glaður,“ sögðu konan hans og vinir.
“Já, ég geri það,”
sagði Haman og skundaði
Þarna ætlaði hann sér
aldeilis að ná sér niður á Mordekai.
Um nóttina gat
konungur ekki sofið,
Þá rifjaðist upp fyrir
honum það sem Mordekai gerði þegar hann varaði við áætlun um að
drepa konung og konungur spurði
Haman var hinn
ánægðasti, hélt að hann ætti við sjálfan sig og svaraði konungi
glaður í bragði: „Ef
konungur vill sýna einhverjum heiður,
þá skal sækja konunglegan skrúða,
sem konungur hefir klæðst, og hest, sem konungur hefir riðið, og
konungleg kóróna er sett á höfuð hans.
Og skrúðann og hestinn skal fá í
hendur einum af höfðingjum konungs, tignarmönnunum, og færa þann
mann, sem konungur vill sýna heiður, í skrúðann og láta hann
ríða hestinum um borgartorgið og hrópa fyrir honum:Þannig
er gjört við þann mann, er
konungur vill heiður sýna.
„Æðislegt,“ hugsar
Haman, „nú verð ég ennþá flottari og mikilvægari því allir sjá
mig í skrúða konungs og á hesti konungs.
En þetta snerist
heldur betur gegn honum
„Gott og vel, Haman,
drífðu þig þá að sækja skrúðann og hestinn og gerðu allt sem þú
talaðir um við Gyðinginn Mordekai sem situr hér úti því hann vil
ég heiðra.
Haman þurfti svo að
ganga um með Mordekai
„Þannig er gjört við
þann mann,
Það sem djöfullinn
ætlar okkur til miska
Ekki var það glaður
Haman sem fór heim til sín þann daginn.
Um kvöldið var svo
aftur veisla hjá Ester drottningu og aftur bauð konungur henni
að bera upp bón sína.
Þá svaraði Ester drottning og sagði: Hafi ég fundið náð í augum
þínum, konungur, og þóknist konunginum svo, þá sé mér gefið líf
mitt vegna bænar minnar og þjóð minni vegna beiðni minnar.
Ester
bað fyrir Ísrael.
Við eigum líka að
biðja fyrir Ísrael. Ekki bara fyrir Ísrael, heldur öllum lýð
Elóhíms, og biðja fólk inn í hans ríki.
Því að
vér erum seldir, ég og þjóð mín, til eyðingar, deyðingar og
tortímingar. Og ef vér hefðum aðeins verið seldir að þrælum og
ambáttum, þá mundi ég hafa þagað, þótt mótstöðumaðurinn hefði
eigi verið fær um að bæta konungi skaðann.
Þá spurði konungur
hver það væri eiginlega
Snörurnar sem
djöfullinn setur fyrir okkur
Gyðingurinn Mordekai
var svo settur í æðstu stöðu hjá konungi og hann fékk
innsiglishringinn sem hafði verið tekinn af Haman.
Það var ekki hægt að
breyta boðum um að eyða öllum Gyðingum því skipanir konungs voru
ekki afturkallanlegar, en Ester og Mordekai fengu að senda út ný
boð í nafni konungs um að Gyðingar mættu verja sig á allan hátt
þann dag sem ætti að tortíma þeim eða þann 13. adar.
Þetta endaði svo með
því að
Gyðingar vörðu líf sitt þennan dag og margir gengu til liðs við
þá og gerðust líka Gyðingar.
Tíu synir Hamans voru
drepnir og festir á gálga
Nafn Hamans sjálfs
þýðir Mengunarrót
("the root of
defilement") og út frá honum komu synir hans.
Parsandata
(curious self, busy body, meddler)
Slettireka
(Forvitinn,)
Dalfón
(self
pity)
Sjálfsvorkunn
Aspata
(self
sufficient)
Sjálfbirgingur
Pórata
(spend
thrift, self indulgent)
Eyðslukló,
Sjálfþæginn
Adalja
(inferiority)
Vanmáttur
(Minnimáttarkennd, Uppburðarlítill)
Arídata
(strong self, assertive self)
Sjálfshreykinn
Parmasta
(preeminent self, competitive)
Samkeppnisfullur
Arísaí
(bold
self, imprudent)
Óhygginn
Arídaí
(proud, haughty, superior)
Hrokafullur
Vajesata
(self
righteous)
Sjálfsréttlátur
Mordekai
skrásetti þessa viðburði og sendi bréf til allra Gyðinga í öllum
skattlöndum Ahasverusar konungs, bæði nær og fjær, til þess að
gjöra þeim að skyldu að halda árlega helgan fjórtánda og
fimmtánda dag adarmánaðar eins og dagana, sem Gyðingar fengu
hvíld frá óvinum sínum, og mánuðinn, er hörmung þeirra snerist í
fögnuð og hryggð þeirra í hátíðisdag með því að gjöra þá að
veisludögum og fagnaðar og senda þá hver öðrum matgjafir og
fátækum ölmusu. Og Gyðingar lögleiddu að gjöra það, er þeir
höfðu upp byrjað og Mordekai hafði skrifað þeim. Púrím er mikil gleðihátíð,
fólk safnast saman, klæðist grímubúningum, gjarnan sem Ester og
Mordekai.
Ég hvet þig til að
lesa Esterarbók og minnast þess hvernig YHWH bjargaði lýð sínum
vegna leiðsagnar Mordekai Þetta er það sem gerist þegar við leitum YHWH og hlustum eftir anda hans. Hann vinnur með okkur og fyrir okkur og gerir áform óvinarins að engu eða lætur þau samverka okkur til góðs.
Shalom,
torah@internet.is
|
||
|