Musterismunirnir

Fyrsta Makkabeabók

Makkabeabækur draga nafn sitt af frelsishetju Gyðinga, Júdasi Makkabeusi, og bræðrum hans, Makkabeunum. Fyrsta Makkabeabók er sagnrit sem fjallar um mikið örlaga- og mótunarskeið í sögu Gyðinga á tímabilinu frá 175–134 f.Kr., þ.e. tímann frá því að Antíokkus IV Epífanes komst til valda og þar til Símon æðsti prestur og konungur Gyðinga, bróðir Júdasar Makkabeusar, féll frá. Þá höfðu Hasmonear, konungsætt Makkabea, tryggt sér völdin og Gyðingum sjálfstæði. Á þessu tímabili urðu Gyðingar fyrir miklum ofsóknum.

Smella hér til að lesa
Fyrstu Makkabeabók


Önnur Makkabeabók

Önnur Makkabeabók fjallar um sama efni og hin fyrri. Hún segir frá ofsóknum Antíokkusar IV Epífanesar á hendur Gyðingum á annarri öld f.Kr. Bókin er útdráttur úr stærra ritverki, söguriti á grísku í fimm bindum eftir Gyðinginn Jason frá Kýrene. Fyrri hluti bókarinnar lýsir aðdraganda að ofsóknum Antíokkusar og andspyrnu Gyðinga gegn tilraunum hans til að innleiða gríska siði og dýrkun framandi guða. Síðari hluti bókarinnar samsvarar að verulegu leyti efni 3.–7. kafla Fyrstu Makkabeabókar.

 Smella hér til að lesa
Aðra Makkabeabók

 

Makkabeabækurnar eru fengnar
af vefnum www.biblian.is

 

 

Copyright - www.torah.is

torah@internet.is

 

     
 


Sigrún Einarsdóttir & Ragnar B. Björnsson © 2008
www.torah.is / torah@internet.is