Inngangur
eftir Keith Johnson
Sem kristinn forstöðumaður er ég mjög uppörvaður eftir að hafa
lesið bókina Hebreskur
Yeshua eða grískur Jesús? Því miður eru margir sem ekki geta
yfirstigið þá staðreynd að höfundur bókarinnar er
Gyðingur sem er
karaíti (Karaite).
Ég vil nota þetta tækifæri til að skora á kristið fólk að
yfirstíga fordóma sína varðandi boðberann og einblína á
boðskapinn. Sjálfur tel ég boðberann vera stórkostlegan mann af
eigin verðleikum.
Þegar ég hitti Nehemia Gordon í Ísrael varð ég gagntekinn
af þrá hans til að rannsaka ritningarnar og áhuga hans um að
ganga fram í þeim í sínu eigin lífi. Ég komst strax að raun um
að hann hafði ekki áhuga á „ég held“ guðfræði. Með öðrum orðum,
hann einbeitti sér fyrst og fremst að því hvað væri ritað í
ritningunum en ekki hvernig kirkjan eða samkundan túlkaði þær.
Þetta var nýtt hugtak fyrir mig, sem guðfræðimenntaðan
forstöðumann. Jafnvel þótt ég væri þjálfaður í „að rannsaka
ritningarnar sjálfur,“ áttaði ég mig fljótt á því að í mörgum
tilfellum var enska þýðingin, sem ég rannsakaði, ekki sú sama og
hebresku ritningarnar. Ég þurfti að halda aftur af mér til að
nálgast hebresku ritningarnar sem réttar heimildir, en ekki
aðeins sem tilvísun um „kristilegt líf.“
Þegar ég ræddi við Nehemia varð ég að hafa ritningarlegar
tilvísanir, fremur en kenningarlegar eða hefðbundnar túlkanir.
Hann vildi að ég skildi að þetta væri ritað fyrir sjálfan mig,
fremur en að ég væri háður honum eða einhverjum öðrum. Ég
eignaðist betri skilning á ritningarversinu í Postulasögunni:
Þeir voru veglyndari þar en í Þessaloníku. Þeir tóku við orðinu
með allri góðfýsi og rannsökuðu daglega ritningarnar, hvort
þessu væri þannig farið. (Post. 17.11) Nehemia yfirgaf líf sitt í bandarískri menningu og stakk sér á bólakaf í líf og menningu Ísraels. Á sama hátt býður bók Nehemia okkur að ganga svipaða leið. Við höfum tækifæri til að ganga inn í líf, tungumál og menningu Yeshua frá Nasaret.1 1Yeshua er stytting á biblíulega nafninu Yehoshua.
Nehemia hefur fært kirkjunni
gjöf með því að
skrifa um boðskap Yeshua.
Tímasetning útgáfunnar hefði ekki getað verið betri.
Sumir töldu róttækt og óvenjulegt þegar Mel Gibson ákvað að gera
kvikmyndina The Passion
of the Christ á hinum útlendu málum latnesku, arameísku og
hebresku, með enskum texta. Ég átti erfitt með að trúa því
hversu margt „biblíutrúandi kristið fólk“ var slegið út af
laginu þegar það áttaði sig á því að Jesús talaði ekki ensku.
Fólk var jafnvel slegið forundran þegar það komst að því að hann
var ekki kallaður Jesús á fyrstu öldinni. Það sýndi mér hversu
langt kirkjan er komin frá tungumáli og menningu Yeshua frá
Nasaret. Bæn mín er sú að allir taki sér tíma til að opna gjöf þessarar bókar og lesa boðskapinn sem sendir okkur aftur til fyrsta boðskapsins frá himni: Torah.
Keith Johnson
torah@internet.is
|
||