Vorhátíðir - 3. hluti
Sigrún Einarsdóttir
tók saman
Þriðja vorhátíðin – Bikkurim (frumgróðinn)
Í
síðustu fræðslu sáum við að YHWH hefur gefið nákvæmar
dagsetningar varðandi hátíðir sínar og við sáum að
krossfestingin átti sér stað þann 14. avív. Yeshua var 3 daga og
3 nætur í gröfinni og reis upp þann 17. avív.
14. avív
|
15.
avív
|
16.
avív
|
17.
avív
|
18.
avív
|
(Þri/Mið)
|
(Mið/Fim)
|
(Fim/Föst)
|
(Föst/Laug)
|
(Laug/Sunn)
|
Páskar
Undirbúnings-dagur.
Máltíð.
Getsemane.
Krossfesting.
Dauði.
Greftrun.
|
1. dagur ósýrðu brauðanna
er helgur hvíldardagur.
Gröf innsigluð
|
Virkur dagur.
Konurnar
keyptu og undirbjuggu smyrslin.
|
Vikulegur hvíldardagur
Konurnar halda kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.
|
Frumgróði
Daginn eftir hvíldardaginn.
Konurnar koma
með smyrslin.
Gröfin tóm.
Hinn upprisni
Messías
opinberast fylgjendum sínum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
3 dagar og 3
nætur í gröfinni.
(Matteus.
12.40)
|
|
|
|
|
1. dagur
|
2. dagur
|
3. dagur
|
|
|
Nú ætla ég að fara víða um Biblíuna
til að sýna ykkur eitt og annað sem mér finnst merkilegt.
1. Mósebók...
Í
1. Mósebók var kveðinn upp dómur yfir mannkyni, Nói hlaut náð í
augum YHWH og átta sálir frelsuðust í örkinni
sem er táknmynd
upp á Yeshua.
1. Mósebók 8.1-4
-1- Þá minntist Elóhím Nóa og allra
dýranna og alls fénaðarins, sem með honum var í örkinni, og
Elóhím lét vind blása yfir jörðina, svo að vatnið sjatnaði. -2-
Og uppsprettur undirdjúpsins luktust aftur og flóðgáttir
himinsins, og steypiregninu úr loftinu linnti. -3- Og vatnið
rénaði meir og meir á jörðinni og þvarr eftir hundrað og fimmtíu
daga. -4- Og örkin nam staðar í sjöunda mánuðinum, á
seytjánda degi mánaðarins, á Araratsfjöllunum.
MÁNUÐURNIR
(mánaðarnöfn samkvæmt rabbíníska dagatalinu)
|
Fyrir brottför
|
Eftir brottför
|
1. Tísrí
|
1. Nísan (Avív)
|
2. Marhesvan
|
2. Ijjar
|
3. Kíslev
|
3. Sívan
|
4. Tebet
|
4. Tammús
|
5. Sebat
|
5. Ab
|
6. Adar
|
6. Elúl
|
7. Nísan (Avív)
|
7. Tísrí
|
8. Ijjar
|
8. Marhesvan
|
9. Sívan
|
9. Kíslev
|
10. Tammús
|
10. Tebet
|
11. Ab
|
11. Sebat
|
12. Elúl
|
12. Adar
|
|
2. Mós 12.1-51
-1- Þá mælti Drottinn við þá Móse og Aron
í Egyptalandi á þessa leið: -2- Þessi mánuður skal vera
upphafsmánuður hjá yður. Hann skal vera fyrsti mánuður ársins
hjá yður.
Örkin nam staðar 17. dag sjöunda mánaðarins.
Við brottförina úr Egyptalandi sagði YHWH að sjöundi mánuðurinn
ætti nú að verða þeim upphafsmánuður.
Þetta er því nákvæmlega sami dagur
og upprisudagur Yeshua.
Þarna sjáum við fyrirmynd af frelsinu
sem við eigum í Yeshua.
Yeshua reis upp frá dauðum eftir að hafa gengið
í gegnum vötn dómsins eins og örkin.
Þarna sjáum við dóm, greftrun og nýtt
upphaf.
Esterarbók...
Í
Esterarbók sjáum við Haman leggja á ráðin um
að tortíma Gyðingum og við sjáum dagsetninguna,
eins og ég hef sagt áður:
Ester 3:10-12
-10- Þá dró konungur innsiglishring sinn
af hendi sér og fékk hann Haman Hamdatasyni Agagíta, fjandmanni
Gyðinga. -11- Síðan sagði konungur við Haman: Silfrið er þér
gefið, og með þjóðina mátt þú fara svo sem þér vel líkar.
-12- Þá var skrifurum konungs stefnt saman, þrettánda
dag hins fyrsta mánaðar, og var nú skrifað með öllu
svo sem Haman mælti fyrir...
Þetta var sama dagsetning og þegar Júdas
lagði á ráðin um að svíkja Yeshua.
Markús 14.1-2
-1- Nú voru tveir dagar til páska og hátíðar ósýrðu brauðanna.
Og æðstu prestarnir og fræðimennirnir leituðu fyrir sér, hvernig
þeir gætu handsamað Yeshua með svikum og tekið hann af lífi. -2-
En þeir sögðu: Ekki á hátíðinni, þá gæti orðið uppþot með
lýðnum...
Markús 14.10-11
-10- Júdas Ískaríot, einn þeirra tólf, fór þá til æðstu
prestanna að framselja þeim hann. -11- Þegar þeir heyrðu það,
urðu þeir glaðir við og hétu honum fé fyrir. En hann leitaði
færis að framselja hann.
Ester boðaði föstu fyrir Gyðingum daginn eftir
eða þann 14. avív (nísan),
sama dag og Yeshua var krossfestur á síðar.
Hún boðaði þriggja daga föstu.
Þrjá daga og þrjár nætur.
Að þeim tíma loknum er Haman hengdur,
óvinurinn sigraður og áform hans gerð að engu.
Þarna sjáum við aftur dóm, frelsi og nýtt
upphaf.
Synir Hamans voru festir á gálgann, festir á tré. Mynd upp á
holdið sem þarf að krossfesta og gamla manninn
sem við þurfum að grafa með Yeshua.
Jónas...
Jónas átti að fara og boða dóm YHWH yfir Níníve
en honum leist nú ekki betur á það en svo
að hann ætlaði að stinga Elóhím af
og borgaði sig á skip sem var að fara til Tarsis.
Þá þurfti YHWH að hrista aðeins upp í
kringumstæðum Jónasar og þarna skall á mikið óveður
(það kom stormur í líf Jónasar).
Skipverjar áttuðu sig á því að þetta hefði eitthvað með Jónas að
gera eftir að þeir höfðu kastað hlut og það endaði með því að
Jónasi var kastað úr bátnum
og þá beið hans stórfiskur sem gleypti hann.
Í
maga fisksins var Jónas í þrjá daga og þrjár nætur og ákallaði
þar YHWH og lofaði hann, mitt í erfiðleikunum.
Þá lét YHWH fiskinn spúa Jónasi aftur á land, Jónas hlýddi nú
loksins, fór til Níníve, þar sem lýðurinn iðraðist í sekk og
ösku og hrópaði eftir fyrirgefningu Elóhíms.
Aftur sjáum við dóm, greftrun, iðrun,
frelsi,
og svo nýtt upphaf.
Það eru engar dagsetningar á þessari reynslu Jónasar en Yeshua
notar þessa mynd í Matteusi 12.40 og segir við fræðimenn og
farísea að eina táknið sem vantrúuð kynslóð fái sé það að
hann verði í gröfinni í þrjá daga og þrjár nætur eins og Jónas
var í kviði fisksins.
Matteusarguðspjall...
Matt. 26.2
-2-Þér vitið, að eftir tvo daga eru páskar. Þá verður
Mannssonurinn framseldur til krossfestingar.
Yeshua er svo krossfestur 14. avív, sama dag og páskalambinu var
slátrað, er í gröfinni 15. og 16. og rís svo upp í lok þess 17.
og hefur þá fullnað nákvæmlega þrjá daga og þrjár nætur.
Líkurnar á því að tvennt af því sem að ofan hefur verið nefnt gerist
sama dag á hebresku ári eru 1:129.000.
Hvað þá líkurnar á því að fleira gerist þennan sama dag eins og
við höfum séð? Það eru stjarnfræðilegar tölur.
Upprisa Yeshua var til frelsis fyrir alla sem vilja þiggja það.
Við þurfum að velja að fylgja honum og leiðsögn hans.
Rómverjabréfið 6.3-8
-3- Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til
Krists Jesú (Yeshua), erum skírðir til dauða hans? -4- Vér erum
því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa
nýju lífi, eins og Kristur (Messías) var upp vakinn frá dauðum
fyrir dýrð föðurins. -5- Því að ef vér erum orðnir samgrónir
honum í líkingu dauða hans, munum vér einnig vera það í líkingu
upprisu hans. -6- Vér vitum, að vor gamli maður er með honum
krossfestur, til þess að líkami syndarinnar skuli að engu verða
og vér ekki framar þjóna syndinni. -7- Því að sá, sem dauður er,
er leystur frá syndinni. -8- Ef vér erum með Kristi(Messíasi)
dánir, trúum vér því, að vér og munum með honum lifa.
Eins og ég hef sagt, þá tel ég að upprisa Yeshua hafi átt
sér stað rétt við sólsetur eða í lok 17. avív og að hátíð
frumgróðans (Bikkurim) hafi verið þann 18. avív sem er daginn
eftir hvíldardaginn, þ.e. fyrsta dag vikunnar.
Við skulum kíkja aðeins á það sem Orðið
segir okkur um hátíð frumgróðans.
3.Mósebók 23.9-11
-9- YHWH talaði við Móse og sagði: -10-
Mæl þú til Ísraelsmanna og seg við þá: Þá er þér komið í land
það, sem ég mun gefa yður, og þér skerið þar upp korn, skuluð
þér færa presti fyrsta kornbundinið af uppskeru yðar. -11- Og
hann skal veifa kornbundininu frammi fyrir YHWH, svo að það afli
yður velþóknunar, daginn eftir hvíldardaginn skal presturinn
veifa því.
3. Mósebók 23.15-16
-15- Þér skuluð telja frá næsta degi
eftir hvíldardaginn, frá þeim degi, er þér færið bundinið í
veififórn. Sjö vikur fullar skulu það vera. -16- Til næsta dags
eftir sjöunda hvíldardaginn skuluð þér telja fimmtíu daga.
Þá skuluð þér færa YHWH
nýja
matfórn.
Það á að færa fyrsta kornbundinið sem veififórn fyrsta daginn
eftir hvíldardaginn í páskavikunni og byrja að telja frá þeim
degi 50 daga fram að viknahátíðinni (Shavuot).
Ef við teljum 50 daga frá sunnudeginum kemur viknahátíðin
(hvítasunnan) upp á sunnudegi
en reyndar eru lögvitringar og fræðimenn Gyðinga
ekki á eitt sáttir um það eftir hvaða hvíldardag
á að byrja að telja.
Þess vegna er það þannig á gyðinglegum dagatölum
að það er byrjað að telja þann 16. nísan (daginn eftir fyrsta
dag ósýrðu brauðanna sem er hvíldardagur)
og viknahátíðin eða hvítasunnan kemur því upp
á ýmsum vikudögum frá ári til árs.
En það voru t.d. saddúkear sem töldu að það ætti að byrja að
telja daginn eftir vikulega hvíldardaginn í páskavikunni og
þannig kemur hvítasunnan alltaf upp á sunnudegi og þannig er
þetta talið á endurreista biblíulega dagatalinu.
Persónulega finnst mér þetta koma skýrt fram í Orðinu
og er sammála talningu saddúkea.
3. Mós 23:15-16
-15- Þér skuluð telja frá næsta degi
eftir hvíldardaginn, frá þeim degi, er þér færið bundinið í
veififórn. Sjö vikur fullar skulu það vera. -16- Til næsta dags
eftir sjöunda hvíldardaginn skuluð þér telja fimmtíu daga.
Þá skuluð þér færa YHWH nýja matfórn.
Miðað við alla hvíldardagana á milli og til þess að hvítasunnan
lendi á næsta dag eftir hvíldardag
verður að byrja að telja á degi eftir hvíldardag.
Það var frumgróði þegar Yeshua birtist þeim upprisinn.
1.
Kor. 15.20
En nú er Messías upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem
sofnaðir eru.
Einnig risu upp margir látnir helgir menn sem frumgróði.
Matt. 27.52-53
Grafir opnuðust og margir líkamir helgra látinna manna risu upp.
Eftir upprisu Yeshua gengu þeir úr
gröfum sínum og komu í borgina helgu og birtust mörgum.
Þetta er sigurhátíð frumgróðans
og sjáanleg veififórn.
Lúkas 24.1-8
-1- En í afturelding fyrsta dag vikunnar
(sunnudaginn 18. avív)
komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin, sem þær höfðu búið.
-2- Þær sáu þá, að steininum hafði verið velt frá gröfinni, -3-
og þegar þær stigu inn, fundu þær ekki líkama Drottins Yeshua.
Hann var upprisinn þegar þær komu
að gröfinni árla morguns hinn fyrsta dag vikunnar.
Svo segir Orðið að hann hafi fyrst birst Maríu Magdalenu eftir
upprisuna en hinir trúðu henni ekki þegar hún
sagði þeim gleðitíðindin.
Hann birtist líka tveimur á leið til Emmaus þennan sama dag og
þegar augu þeirra opnuðust fyrir því að þetta væri Yeshua og
hann upprisinn fóru þeir og sögðu hinum frá
en þeir trúðu þeim ekki heldur.
Markús 16.14-16
-14-
Seinna birtist hann þeim ellefu, þegar þeir sátu til borðs, og
ávítaði þá fyrir vantrú
þeirra og harðúð hjartans, að þeir hefðu ekki trúað þeim, er
sáu hann upp risinn. -15- Hann
sagði við þá: Farið út um allan heim, og prédikið
fagnaðarerindið öllu mannkyni. -16-
Sá sem
trúir og skírist,
mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða.
Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða.
Trú og verk verða að fylgjast að, ekki eigin verk,
heldur þau verk að gera vilja
föðurins.
Það sem gerðist líka þennan dag var m.a. það
að Yeshua andaði á þá og sagði: Meðtakið heilagan anda.
Jóhannes 20.19-22
-19- Um kvöldið þennan fyrsta dag
vikunnar
(18. avív)
voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við
Gyðinga. Þá kom Yeshua, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við
þá: Friður sé með yður! -20- Þegar hann hafði þetta mælt, sýndi
hann þeim hendur sínar og síðu. Lærisveinarnir urðu glaðir, er
þeir sáu Drottin. -21- Þá sagði Yeshua aftur við þá:
Friður (shalom)
sé með yður. Eins og faðirinn hefur sent mig, eins sendi ég
yður. -22- Og er hann hafði sagt þetta, andaði hann á þá og
sagði: Meðtakið heilagan anda (Ruach HaKodesh).
Þetta gerðist á degi frumgróðans sem er fyrsti dagur
í talningu fyrir úthellingu 50 dögum síðar.
Kornbundinin eru táknmynd upp á fólk.
Andleg túlkun á þessu er fólk sem tekur á móti Yeshua og eignast
þannig hlutdeild í upprisunni við endurkomu hans.
Munum það að Yeshua er eina leiðin til föðurins, það er hans
blóð sem hreinsar okkur. Hann er hið fullkomna fórnarlamb
sem
var útvalið fyrir grundvöllun jarðar.
Tökum á móti þessari einstöku gjöf og látum hinar stórkostlegu
fyrirmyndir sem Orðið sýnir okkur verða til að efla
og styrkja
trú okkar.
Upprisukrafturinn er raunverulegur!
Yeshua lifir!
Þetta eru gleðitíðindin.
Látum Yeshua ekki þurfa að ávíta okkur fyrir vantrú.
Lofum
hann í öllum kringumstæðum, hvort sem við upplifum okkur í
stormi lífsins, í kviði stórfisksins
eða við fætur Yeshua sem fyllir okkur heilögum anda.
Shalom,
Sigrún
Vorhátíðir - 4. hluti
(smella hér)
torah@internet.is
|