Vorhátíðir - 2. hluti
Sigrún Einarsdóttir tók saman 

Önnur vorhátíðin
Hag HaMatzah (hátíð ósýrðu brauðanna)

 Ósýrt brauð (Matzah)

Hér tökum við aftur upp þráðinn frá því í
1. fræðsluhlutanum um vorhátíðirnar.

Matt. 12.38-40
-38- Þá sögðu nokkrir fræðimenn og farísear við hann: Meistari, vér viljum sjá þig gjöra tákn. -39- Hann svaraði þeim: Vond og ótrú kynslóð heimtar tákn, en eigi verður henni annað tákn gefið en tákn Jónasar spámanns. -40- Jónas var í kviði stórhvelisins þrjá daga og þrjár nætur, og eins mun Mannssonurinn vera þrjá daga og þrjár nætur í skauti jarðar.

Yeshua (Jesús) sagði sjálfur að hann yrði í gröfinni í þrjá daga og þrjár nætur og það yrði til tákns um það hver hann væri.

Við vorum búin að reikna það út að ef við hugsum föstudaginn langa sem dag krossfestingarinnar og sunnudagsmorgunn sem upprisudaginn fáum við ekki þrjá daga og þrjár nætur út úr því, sama hvernig við reiknum.

En við ætlum að halda áfram að fara í gegnum þessa daga og þarna hefur Yeshua hefur verið lagður í gröfina og hátíð ósýrðu brauðanna gengur í garð,
15. avív - við sólsetur.

Í 2. Mósebók sjáum við hvernig YHWH Elóhím var búinn að segja Ísraelsmönnum hvernig þeir kæmust undan dauða frumburðanna með blóði lambsins. Undirbúningsdaginn 14. avív áttu þeir að slátra lambinu, setja blóð þess á dyrastafi og dyratré, neyta lambsins með ósýrðu brauði.

Blóð lambsins

YHWH tók það skýrt fram að ekkert súrdeig mætti
 finnast hjá þeim og þeir mættu aðeins borða ósýrt brauð
 í sjö daga. Fyrsti og sjöundi dagurinn átti að vera
 helgur hvíldardagur...


Ekkert sýrt brauð í sjö daga

 
...og það er góð mynd upp á það að við frelsumst ekki fyrir okkar verk. Verk YHWH er fullkomið og við þurfum að hvíla í trausti á Yeshua, Messías okkar.

Um miðnætti þann 15. avív reið svo plágan yfir
 og engill dauðans gekk framhjá þeim húsum
 sem báru blóð lambsins.

 Alveg eins og með okkur ef blóð Yeshua er á hjartadyrum okkar á húsi okkar sem er líkaminn, þá göngum við frá dauða yfir til eilífs lífs í Messíasi.

Eftir þetta leyfði Faraó fólkinu að fara og Ísraelsmenn lögðu af stað út af Egyptalandi með brauðdegið með sér, deigið sem ekki hafði náð að sýrast.

Alveg eins og með okkur, við þurfum að vera fljót að yfirgefa heiminn, segja skilið við syndina og hafa brauð lífsins í farteskinu, sem er Yeshua, Messías okkar (Jesús Kristur).

3. Mós 23.1-8
-1- YHWH talaði við Móse og sagði: -2- Mæl þú til Ísraelsmanna og seg við þá: Löghátíðir YHWH, er þér skuluð boða sem helgar samkomur þessar eru löghátíðir mínar. -3- Sex daga skal verk vinna, en sjöunda daginn skal vera helgihvíld, helg samkoma. Þér skuluð ekkert verk vinna. Það er hvíldardagur YHWH í öllum bústöðum yðar. -4- Þessar eru löghátíðir YHWH helgar samkomur, er þér skuluð boða, hverja á sínum tíma. -5- Í fyrsta mánuðinum, hinn fjórtánda dag mánaðarins um sólsetur, hefjast páskar YHWH. -6- Og fimmtánda dag hins sama mánaðar skal halda YHWH hátíð hinna ósýrðu brauða. Sjö daga skuluð þér eta ósýrt brauð. -7- Fyrsta daginn skuluð þér halda helga samkomu. Eigi skuluð þér þá vinna neina stritvinnu. -8- Og þér skuluð færa YHWH eldfórn sjö daga. Sjöunda daginn er helg samkoma. Eigi skuluð þér þá fást við neina stritvinnu.

15. AVÍV

(Ósýrðu brauðin)

Gamla testamentið:

Ísraelsmenn lögðu af stað út úr Egyptalandi... 

Hátíð Ósýrðu brauðanna

Helgur hvíldardagur

  

Þarna eru tímamót, YHWH leiðir okkur út af Egyptalandi,
út úr heiminum og leggur áherslu á það í fyrsta boðorðinu.

Ég er YHWH Elóhím þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi,
út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.

Í dag neyta Gyðingar páskamáltíðarinnar til að minnast útgöngunnar úr Egyptalandi en messíanskir Gyðingar sjá uppfyllingu hátíðarinnar og hafa Messías með í hátíðinni. Einnig eru margir af hinum ágrædda lýð farnir að heiðra hátíðina
á þennan hátt og sleppa öllum heiðnum páskaeggja-,
páskahéra- og sóldýrkunarhefðum.

Vorhreingerning er gerð fyrir páska og allt hreinsað út
sem getur sýrt deig eða er lyftiefni í. 

Meira að segja lokaathöfnin við það er mynd
 upp á Yeshua eins og svo margt annað.

Yfirleitt er húsmóðirin búin að þrífa vel og hreinsa burt allt sem heitir brauð með lyftiefni og slíkt sem ekki má finnast í húsunum en svo er hefð að hún skilji eftir eins og tíu brauðbita víðs vegar um húsið á undirbúningsdeginum og þá fer húsráðandi
eða faðirinn um húsið í leit að sýrðu brauði og hefur
til leitarinnar kertaljós, fjöður (eða fjaðrir), trésleif
og poka í höndum (bréfpoka eða línpoka).

Leitað að súrdeigi

Þetta er gert að kvöldi og kertið er notað til að lýsa upp myrkrið (Yeshua er ljós heimsins) og þegar molarnir finnast er þeim sópað með fjöðrinni (Ruach HaKodesh - heilögum anda) á trésleifina (krossinn, Yeshua tók á sig allar syndir á krossinum) og síðan er öllu pakkað inn í pokann (Yeshua lagður í gröfina), þá er allt sett til hliðar og síðan brennt. (Syndir okkar þurfa að fara á altari Elóhíms svo hann geti brennt þær burt.) 

Seremónían varðandi máltíðina er líka kapítuli út af fyrir sig og stórkostleg mynd upp á bæði útgönguna og eins uppfyllinguna.

 Seder

Hún byggist m.a. upp á 4-5 bikurum af víni (vínberjasafa), ósýrðu brauði, beiskum jurtum, frásögn af útgöngunni af Egyptalandi
og svo sálmasöng.

Yeshua neytti kvöldmáltíðar með lærisveinum sínum
kvöldið fyrir hátíð ósýrðu brauðanna.

Hann þvoði fætur lærisveinanna.

Hann braut brauðið og sagði:
Þetta er líkami minn.

 Hann tók líka vínið og sagði:
Þetta er nýr sáttmáli í mínu blóði
sem er úthellt fyrir ykkur.

Þeir sungu lofsöng í lok máltíðarinnar.

Hann neytti síðustu máltíðarinnar daginn sem hann
var krossfestur (14. avív) til þess að uppfylla það
að vera páskalambið sem slátrað var.
(Muna að dagurinn hófst við sólsetur)

Jóh. 18.28 (að morgni 14. avív)
-28- Nú var Yeshua fluttur frá Kaífasi til hallar landshöfðingjans. Það var snemma morguns. Gyðingar fóru ekki sjálfir inn í höllina, svo að þeir saurguðust ekki, heldur mættu neyta páskamáltíðar.

Við sjáum að þarna var ekki búið að neyta hinnar eiginlegu páskamáltíðar því hennar er almennt neytt hinn 15. avív og 14. avív er undirbúningsdagur eða aðfangadagur. 

Súrdeigið = Synd

Ósýrt brauð = Syndlaus Yeshua

Við eigum að segja skilið við heiminn og syndina
og gera í því að halda sýrunni eða syndinni frá lífi okkar.

Gleymum ekki hver það er sem leiðir okkur út úr heiminum, það er Drottinn Yeshua sem gerir það fyrir blóð sitt sem rann fyrir okkur á Golgatahæð þegar hann dó þar sem hið fullkomna páskalamb í eitt skipti fyrir öll.

1. Korintubréf 5.6-8-6- Ekki hafið þér ástæðu til að stæra yður! Vitið þér ekki, að lítið súrdeig sýrir allt deigið? -7- Hreinsið burt gamla súrdeigið, til þess að þér séuð nýtt deig, enda eruð þér ósýrðir. Því að páskalambi voru er slátrað, sem er Kristur. -8- Höldum því hátíð, ekki með gömlu súrdeigi né með súrdeigi illsku og vonsku, heldur með ósýrðum brauðum hreinleikans og sannleikans.

Andlega séð höldum við hátíð ósýrðu brauðanna með því að skoða líf okkar og athuga hvort þar er einhver óæskileg gerjun í gangi. Er eitthvað að sýra líf okkar? Er eitthvað sem við þurfum að henda út og leggja á altari Drottins og biðja hann
að brenna burt úr lífi okkar?

Við eigum að grafa okkar gamla mann með Messíasi.

15. AVÍV

(Ósýrðu brauðin)

Nýja testamentið:

 Fyrsti dagur í gröfinni

Gröfin innsigluð

Mikil var helgi þessa dags... 

Jóhannes 19.31
-31- Nú var aðfangadagur, og til þess að líkin væru ekki á krossunum hvíldardaginn, báðu Gyðingar Pílatus að láta brjóta fótleggi þeirra og taka líkin ofan, enda var mikil helgi þess hvíldardags. (Sá hvíldardagur var fyrsti dagur ósýrðu brauðanna og helgur hvíldardagur, ekki þó vikulegi hvíldardagurinn eða sjöundi dagurinn samkvæmt boðorðunum tíu.)

Matteus 27.57-61
-57- Um kvöldið kom auðugur maður frá Arímaþeu, Jósef að nafni, er sjálfur var orðinn lærisveinn Yeshua. -58- Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Yeshua. Pílatus bauð þá að fá Jósef hann. -59- Jósef tók líkið, sveipaði það hreinu línklæði -60- og lagði í nýja gröf, sem hann átti og hafði látið höggva í klett, velti síðan stórum steini fyrir grafarmunnann og fór burt. -61- María Magdalena var þar og María hin, og sátu þær gegnt gröfinni.

Gröfin innsigluð…

 Þungum steini var velt fyrir opið

Matteus 27.62-66
-62- Næsta dag, (15. avív) daginn eftir aðfangadag, gengu æðstu prestarnir og farísearnir saman fyrir Pílatus -63- og sögðu: Herra, vér minnumst þess, að svikari þessi sagði í lifanda lífi: Eftir þrjá daga rís ég upp. -64- Bjóð því, að grafarinnar sé vandlega gætt allt til þriðja dags, ella gætu lærisveinar hans komið og stolið honum og sagt fólkinu: Hann er risinn frá dauðum. Þá verða síðari svikin verri hinum fyrri. -65- Pílatus sagði við þá: Hér hafið þér varðmenn, farið og búið svo tryggilega um sem best þér kunnið. -66- Þeir fóru og gengu tryggilega frá gröfinni og innsigluðu steininn með aðstoð varðmannanna.

16. AVÍV

(virkur dagur)

 Gamla testamentið:

 

Nýja testamentið:

Undirbúa smyrslin

 

Þær kaupa ilmsmyrslin...

 Herbs

Markús 16.1
-1- Þá er hvíldardagurinn (15. avív),  var liðinn, keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl (þann 16. avív) til að fara og smyrja hann. 

Lúkas 23.50-56
-50- Maður er nefndur Jósef. Hann var ráðsherra, góður maður og réttvís -51- og hafði ekki samþykkt ráð þeirra né athæfi. Hann var frá Arímaþeu, borg í Júdeu, og vænti Guðs ríkis. -52- Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Yeshua, -53- tók hann síðan ofan, sveipaði línklæði og lagði í gröf, höggna í klett, og hafði þar enginn verið áður lagður. -54- Það var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd. -55- Konur þær, er komið höfðu með Yeshua frá Galíleu, fylgdu eftir og sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður. -56- Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl. Hvíldardaginn (17. avív) héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu. (Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu. Þarna sjáum við hinn vikulega hvíldardag samkvæmt 4. boðorðinu sem segir: Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan…)

Svo höldum við bara áfram hér í 24. kafla Lúkasarguðspjalls...

Lúkas 24.1-8
-1- En í afturelding fyrsta dag vikunnar (sunnudaginn 18. nísan) komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin, sem þær höfðu búið. -2- Þær sáu þá, að steininum hafði verið velt frá gröfinni, -3- og þegar þær stigu inn, fundu þær ekki líkama Drottins Yeshua.

Hann var upprisinn þegar þær komu.

 14. avív

15. avív

 16. avív

 17. avív

 18. avív

 (Þri/Mið)

  (Mið/Fim)

 (Fim/Föst)

 (Föst/Laug)

 (Laug/Sunn)

Páskar

 

Undirbúnings-dagur.

Máltíð.

Getsemane.

Krossfesting.

Dauði.

Greftrun.

 

1. dagur ósýrðu brauðanna

er helgur hvíldardagur.

 

Gröf innsigluð

Virkur dagur.

 

Konurnar      keyptu og undirbjuggu smyrslin.

 

Vikulegur hvíldardagur

 

Konurnar halda kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.

 

Frumgróði

Daginn eftir hvíldardaginn.

Konurnar koma
 með smyrslin.

Gröfin tóm.

Hinn upprisni Messías
 opinberast fylgjendum sínum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3 dagar og 3 nætur í gröfinni.

(Matteus. 12.40)

 

 

 

 

1. dagur

2. dagur

3. dagur

 

 

Ég ætla að enda á þessari mynd í dag
sem sýnir ykkur atburðarásina og hvernig
Yeshua var í gröfinni í þrjá daga og þrjár nætur. 

Í 3. hlutanum fjalla ég svo um hátíð frumgróðans sem ég tel hafa verið þann 18. avív. Þá fer ég líka betur í þann 17. og ýmislegt merkilegt sem gerðist þann dag.

Shalom,
Sigrún

 

Vorhátíðir - 3. hluti
(smella hér)

 

 

Copyright - www.torah.is

torah@internet.is