Hér tökum við aftur upp þráðinn frá því í
Matt. 12.38-40
Yeshua (Jesús) sagði sjálfur að hann yrði í gröfinni í þrjá daga og
þrjár nætur og það yrði til tákns um það hver hann væri.
Við vorum búin að reikna það út að ef við hugsum föstudaginn
langa sem dag krossfestingarinnar og sunnudagsmorgunn sem
upprisudaginn fáum við ekki þrjá daga og þrjár nætur út úr því,
sama hvernig við reiknum.
En við ætlum að halda áfram að fara í gegnum þessa daga og þarna
hefur Yeshua hefur verið lagður í gröfina og hátíð ósýrðu
brauðanna gengur í garð,
Í
2. Mósebók sjáum við hvernig YHWH Elóhím var búinn að segja
Ísraelsmönnum hvernig þeir kæmust undan dauða frumburðanna með
blóði lambsins. Undirbúningsdaginn 14. avív áttu þeir að slátra
lambinu, setja blóð þess á dyrastafi og dyratré, neyta lambsins
með ósýrðu brauði.
YHWH tók það skýrt fram að ekkert súrdeig mætti
Um miðnætti þann 15. avív reið svo plágan yfir
Eftir þetta leyfði Faraó fólkinu að fara og Ísraelsmenn lögðu af
stað út af Egyptalandi með brauðdegið með sér, deigið sem ekki
hafði náð að sýrast.
Alveg eins og með okkur, við þurfum að vera fljót að yfirgefa
heiminn, segja skilið við syndina og hafa brauð lífsins í
farteskinu, sem er Yeshua, Messías okkar (Jesús Kristur).
3. Mós 23.1-8
15.
AVÍV
(Ósýrðu brauðin)
Gamla
testamentið:
Ísraelsmenn lögðu af stað út úr
Egyptalandi...
Hátíð
Ósýrðu brauðanna
Helgur hvíldardagur
Þarna eru tímamót, YHWH leiðir okkur út af Egyptalandi,
Ég er YHWH Elóhím þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi,
Í
dag neyta Gyðingar páskamáltíðarinnar til að minnast útgöngunnar
úr Egyptalandi en messíanskir Gyðingar sjá uppfyllingu
hátíðarinnar og hafa Messías með í hátíðinni. Einnig eru margir
af hinum ágrædda lýð farnir að heiðra hátíðina
Vorhreingerning er gerð fyrir páska og allt hreinsað út
Meira að segja lokaathöfnin við það er mynd
Yfirleitt er húsmóðirin búin að þrífa vel og hreinsa burt allt
sem heitir brauð með lyftiefni og slíkt sem ekki má finnast í
húsunum en svo er hefð að hún skilji eftir eins og tíu brauðbita
víðs vegar um húsið á undirbúningsdeginum og þá fer húsráðandi
Þetta er gert að kvöldi og kertið er notað til að lýsa upp
myrkrið (Yeshua er ljós heimsins)
og þegar molarnir finnast er þeim sópað með fjöðrinni
(Ruach
HaKodesh - heilögum anda) á trésleifina
(krossinn, Yeshua tók á sig allar
syndir á krossinum) og síðan er öllu pakkað inn í pokann
(Yeshua lagður í gröfina), þá er
allt sett til hliðar og síðan brennt.
(Syndir okkar þurfa að fara á altari Elóhíms svo hann geti
brennt þær burt.)
Seremónían varðandi máltíðina er líka kapítuli út af fyrir sig
og stórkostleg mynd upp á bæði útgönguna og eins uppfyllinguna.
Hún byggist m.a. upp á 4-5 bikurum af víni (vínberjasafa),
ósýrðu brauði, beiskum jurtum, frásögn af útgöngunni af
Egyptalandi
Yeshua neytti kvöldmáltíðar með lærisveinum sínum
Hann þvoði fætur lærisveinanna.
Hann braut brauðið og sagði:
Þeir sungu lofsöng í lok máltíðarinnar.
Hann neytti síðustu máltíðarinnar daginn sem hann
Jóh. 18.28 (að
morgni 14. avív)
Við sjáum að þarna var ekki búið að neyta hinnar eiginlegu
páskamáltíðar því hennar er almennt neytt hinn 15. avív og 14.
avív er undirbúningsdagur eða aðfangadagur.
Súrdeigið = Synd
Ósýrt brauð = Syndlaus Yeshua
Við eigum að segja skilið við heiminn og syndina
Gleymum ekki hver það er sem leiðir okkur út úr heiminum, það er
Drottinn Yeshua sem gerir það fyrir blóð sitt sem rann fyrir
okkur á Golgatahæð þegar hann dó þar sem hið fullkomna páskalamb
í eitt skipti fyrir öll.
1. Korintubréf 5.6-8-6-
Ekki hafið þér ástæðu til að stæra yður! Vitið þér ekki, að
lítið súrdeig sýrir allt deigið? -7- Hreinsið burt gamla
súrdeigið, til þess að þér séuð nýtt deig, enda eruð þér
ósýrðir. Því að páskalambi voru
er slátrað, sem er Kristur.
-8- Höldum því hátíð, ekki með gömlu
súrdeigi né með súrdeigi illsku og vonsku, heldur með ósýrðum
brauðum hreinleikans og sannleikans.
Andlega séð höldum við hátíð ósýrðu brauðanna með því að skoða
líf okkar og athuga hvort þar er einhver óæskileg gerjun í
gangi. Er eitthvað að sýra líf okkar? Er eitthvað sem við þurfum
að henda út og leggja á altari Drottins og biðja hann
Við eigum að grafa okkar gamla mann með Messíasi.
15.
AVÍV
(Ósýrðu brauðin)
Nýja
testamentið:
Fyrsti
dagur í gröfinni
Gröfin innsigluð
Mikil
var helgi þessa dags...
Jóhannes 19.31
Matteus 27.57-61
Gröfin innsigluð…
Matteus 27.62-66 16. AVÍV
(virkur dagur)
Nýja
testamentið:
Undirbúa smyrslin
Þær kaupa ilmsmyrslin...
Markús 16.1
Lúkas 23.50-56
Svo höldum við bara áfram hér í 24. kafla Lúkasarguðspjalls...
Lúkas 24.1-8
Hann var upprisinn þegar þær komu.
Ég ætla að enda á þessari mynd í dag Í 3.
hlutanum
fjalla ég svo um hátíð frumgróðans sem ég tel hafa verið þann
18. avív. Þá fer ég líka betur í þann 17. og ýmislegt merkilegt
sem gerðist þann dag.
Shalom,
torah@internet.is
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||