8. kafli
Stóll Móse
Með þessa nýju vitneskju í farteskinu fór ég loks í
Matteusarguðspjall 23.2-3 í útgáfu Shem-Tovs á hebresku til að
sjá hvað þar stæði. Eins og ég hef þegar minnst á, segir svo í
King James þýðingunni af grísku:
-2- Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. -3- Því skuluð þér
gjöra og halda allt, sem
þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki
fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. (Matt. 23.2-3, ísl.
þýð. 1981)
En þegar ég skoðaði þetta í hebreskum texta
Matteusarguðspjalls fann ég nokkuð annað:
-2- Al ki-se Mo-she yesh-vu ha-pi-ru-shim
ve-ha-cha-cha-mim. -3- Ve-a-ta, kol a-sher yo-mar la-chem
shim-ru va-asu u-ve-ta-ka-no-te-hem u-ma-a-se-hem al ta-a-su
she-hem orim ve-hem e-nam o-sim.
56
56
Aðlagað frá Howard 1987, bls. 112. Shem-Tov textinn er ritaður án sérhljóða.
Ég bætti sérhljóðunum inn sjálfur.
Þetta þýðist á eftirfarandi hátt:
-2- Farísearnir og fræðimennirnir sitja á stóli Móse. -3- Því
skuluð þið gjöra og halda allt, sem
hann segir
ykkur, en eftir viðbótum (takanot)
þeirra og að
þeirra fordæmi
(ma'asim) skuluð þið
ekki fara, því þeir tala, en gera ekki.
Í Matteusarguðspjalli á hebresku er Yeshua að segja
lærisveinum sínum að hlýða ekki faríseunum. Ef krafa þeirra til
valds er sú að þeir sitji á
stól Móse,
skuluð þið vandlega hlýða því sem Móse segir!
Til að skilja það sem gerðist verðum við að bera
hebreskuna saman við grískuna. Á grísku var lærisveinunum skipað
að hlýða „öllu sem þeir [farísearnir] segja,“ en á hebresku sagði Yeshua
lærisveinum sínum að hlýða „öllu sem hann [Móse] segir.“ Í
grundvallaratriðum er þetta ólíkur boðskapur, en á hebreskunni
er munirinn aðeins upp á einn einasta staf! Á hebresku eru orðin
„hann segir“ yomar
יּאּמּרּ á meðan „þeir
segja“ er yomru
יּאּמּרּוּ.
Eini munirinn þarna á milli í hebresku sem ekki er merkt viðbót
stafsins vav
וּ
í yomru
יּאּמּרּוּ
„þeir segja.“ Að þetta sé grunnurinn fyrir algjörlega öðruvísi
boðskap er nokkuð merkilegt, því
vav
וּ
er einn minnsti stafurinn í hebreska stafrófinu, í raun aðeins
eitt strik. Viðbót þessa litla stafs breytir boðskap Yeshua frá
leiðbeiningum um að hlýða Móse („öllu sem
hann segir“)
yfir í boðorð um að hlýða faríseunum („öllu sem
þeir segja.“) Á grísku er munurinn á milli „hann segir“ og
„þeir segja“ mun meiri. Þetta bendir til þess að gríski
þýðandinn hafi mislesið hebreska textann eins og það væri auka
vav
וּ
í honum. Kannski skildi þessi gríski þýðandi ekki einu sinni
hvejir farísearnir voru eða hvað þeir voru að gera.
Eftir að hafa sagt lærisveinum sínum að gera eins og Móse
bauð, segir Yeshua svo að þeir eigi ekki að fylgja
takanot og
ma‘asim
faríseanna.
57
57
Í þýðingu Howards á
Matteusarguðspjalli 23.3 þýðir hann „(þeir) segja“ (Howard 1987,
bls. 113) jafnvel þótt hebreski textinn á hinni blaðsíðunni
innihaldi textann yomar
יּאּמּרּ
„hann segir“ (Howard
1987, bls. 112.) Howard notar sviga til að gefa til kynna að
þessi enska þýðing sé dregin af þessum hebreska texta.
Þessi tvö hebresku orð,
takanot og ma‘asim, eru
hlaðin merkingu þegar rætt er um faríseana. Við höfum þegar séð
orðið takanot þegar
við ræddum „fimm misgjörðir“ rabbínanna. Á hrognamáli faríseanna
þýðir takanot „lögleiðingar, endurbætur“ og sérlega „endurbætur sem breyta
biblíulegu lögmáli.“ Rabbínarnir greina sjálfir á milli
biblíulegs lögmáls og þess lögmáls sem þeir hafa sjálfir fundið
upp og kalla takanot,
„endurbætur.“ Jasrow Dictionary gefur eftirfarandi dæmi um
hvernig orðið takanot
er notað:58
58
Jastrow orðabókin er
sérstök orðabók fyrir hebresku og arameísku í gömlum rabbínískum
textum sem jafngilda nokkurn veginn þeirri hebresku sem töluð
var á fyrstu öld e.Kr. í Júdeu og Galíleu.
Kallið þið þetta halakhoth (lagalegar ákvarðanir)? þetta eru
endurbætur [takanot] (breytingar á biblíulega lögmálinu.)59
59
Jastrow, bls. 1693
undir færslu sem vitnar í
Babýlóníska Talmúd, Baba Metsia 112b.
Ef texti Shem-Tovs í Matteusarguðspjallinu er réttur, þá
var Yeshua að vara lærisveina sína við því að fylgja
takanot eða
mannasetningum rabbínanna. Vitanlega er þetta í samræmi við það
sem Yeshua kenndi lærisveinum sínum í Matteusi 15.3 og áfram: „Hvers
vegna brjótið þér sjálfir boðorð Guðs sakir erfikenningar yðar?
... Þér ógildið orð Guðs með erfikenning yðar.“ Eins og
fræðimenn karaíta á miðöldum, sakaði Yeshua faríseana um að
setja þeirra eigin lög ofar lögmáli Torah. Það er áhugavert að
sjá að í hebreskri útgáfu af Matteusi 15.3 er orðið sem þýtt er
sem „erfikenning“ líka
takanot, „endurbætur sem breyta biblíulegu lögmáli!“60 60 Matteus 15.1-3, 7-9 í Matteusarguðspjalli Shem-Tovs á hebresku...
Í hebreska
Matteusarguðspjallinu er því mótsagnarlaus þráður allt í gegnum
bókina. Yeshua prédikar gegn
takanot, endurbótum
farísea sem breyta biblíulegu lögmáli.
Í
gríska Matteusarguðspjallinu 15.8-9 sakar Yeshua svo farísea um
að „kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar,“ sem talið
er vera tilvísun í Jesaja 29.13. Þetta er þó ekki nákvæmlega það
sem Jesaja segir. Jesaja talar í raun um „lærð manna boðorð.“
Hebreska Matteusarguðspjallið er með nákvæmlega orðrétta
tilvísun úr Jesaja.
Þetta er mjög mikilvægt, því þegar Shem-Tov Ibn Shaprut
þýddi úr grísku og sá Nýja testamentið vitna rangt í Jesjaja,
hefði hann viljað varðveita orð Jesaja eins nákvæmlega og
mögulegt var til að nota sem skotfæri í rökræðunum við
kaþólikkana. En, ef Matteusarguðspjall Shem-Tovs á hebresku er
raunverulega þýðing úr grísku, hvers vegna eru þá tilvísanir
þess úr Tanach orðrétt eins og upphaflega hebreskan þegar grísku
tilvísanirnar eru í besta falli umorðanir?
Þegar ég sá réttu tilvísunina í Jesaja 29.13 vakti það
áhuga minn. Fræðimenn karaíta sökuðu faríseana líka um að fylgja
„lærðum boðorðum manna“ og eins og ég hef minnst á, kemur þetta
víða fram í ritum karaíta frá miðöldum.
Annað sem Yeshua er sagður hafa varað lærisveina sína við
í hebreska Matteusarguðspjallinu er
ma‘asim
מַעֲשִׂים
faríseanna. Samkvæmt Jastrow orðabókinni61
er ma‘asim „fordæmi“ eða með nákvæmari orðum,
athafnir eða gjörðir sem þjóna sem fordæmi.
61
Jastrow, bls. 820.
Hugtakið
ma‘asim er einungis notað í gyðingdómi farísea. Ekki kemur á
óvart að gríski þýðandi Matteusarguðspjalls hafði ekki hugmynd
um hvað var verið að tala um og þýddi það því bókstaflega sem
erga „gjörðir eða
verk.“ En Yeshua var að tala um
ma‘asim faríseanna sem
er svolítið mjög ákveðið. Þegar farísei þekkir ekki lögmálið í
ákveðnum kringumstæðum leitar hann að fordæmi eins kennara síns.
Farísearnir leiða fram þau rök að ef einn kennara þeirra hafi
gert eitthvað ákveðið, hljóti það að vera samkvæmt kröfum
munnlega lögmálsins. Þetta er kallað
ma‘aseh
מַעֲשִׂה
eða í fleirtölu ma‘asim
„fordæmi.“ Þetta hugtak er tekið saman í talmúd-reglunni sem
ma‘aseh rav
מַעֲשִׂה
רַב „fordæmi er kennari“ (Babýlóníska
Talmúd, Sabbath 21a). Talmúd vísar í ýmis konar
ma‘asim sem önnur
hagnýt lög séu dregin af. Til dæmis hafa rabbínar þá reglu að
það sé leyfilegt að nota ramp sem heiðingi hafi smíðað á
hvíldardegi ef hann hafi ekki verið sérstaklega smíðaður fyrir
Gyðinginn. Þessi undarlega reglugerð rabbína er dregin af
eftirfarandi fordæmi:
Ma‘aseh þar sem rabban Gamaliel og öldungarnir voru að ferðast á
skipi, þegar heiðingi smíðaði ramp til að nota til að ganga á
land, og rabban Gamaliel og öldungarnir gengu á honum. (Babýlóníska
Talmúd, Sabbath 122a).
Rabbínarnir álitu sem svo að rabban Gamaliel og
öldungarnir gætu ekki hafa syngdað og því sannaði sú staðreynd
að þeir höfðu notað rampinn sem heiðingjar smíðuðu á hvíldardegi
að þetta væri leyfilegt. Lærdómsrík fordæmi af gjörðum
rabbínanna er hefðbundin leið sem rabbínar nota til að mynda
trúarlegar lagasetningar. Það er engin þörf fyrir biblíulegar
sannanir, því fordæmi rabbína er jafnvel betra.62
62
Önnur útskýring á
ma‘asim „verkum,“ var
fyrst leidd fyrir sjónir mínar af Avi Ben Mordechai, byggir á
notkun orðsins í skjalinu 4QMMT úr Dauðahafshandritunum. Í 4QMMT
(4Q398 14-17 ii:3), er setningin
ma‘asei hatorah
מַעֲשֵׂי הַתּוׁרָה
„lögmálsverk“ vísar til beitingar Torah...
Samkvæmt Matteusarguðspjallinu á hebresku er Yeshua að
vara lærisveina sína við því að horfa til
ma‘asim, fordæma
rabbínanna, sem viðmiðun um rétta hegðun. Þeir eiga ekki heldur
að fylgja takanot,
uppspunnum lögum rabbínanna. Þess í stað eiga þeir að hlýða á
það sem Móse segir, því rabbínarnir segist jú, hafa það vald að
sitja í stóli Móse.63
Þetta minnir á kennsluna varðandi peninginn með
myndinni af keisaranum (Matteus 22.20-21).
Gjaldið þá keisaranum það, sem keisarans er.64
64
„Hann spyr: Hvers mynd og yfirskrift er þetta? Þeir svara: Keisarans. Hann
segir: Gjaldið þá keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það,
sem Guðs er.“ (Matt. 22.20-21) Í bæði hebreska og gríska
Matteusarguðspjallinu er þeim sagt að „return“ (skila aftur) til
keisarans það sem keisarans er! Ef það er peningur keisarans,
skilið honum þá aftur til hans.
Ef það er stóll Móse, gerið
þá það sem Móse segir.
ð
torah@internet.is
|
||||||||