5. kafli
Mótsögn í gríska Matteusarguðspjallinu?
Eftir samtalið við kristna vin minn sem heldur
Torah, leiddi ég ekki hugann aftur að karaískum svip boðskaps
Yeshua. Ég hafði, jú, lesið Nýja testamentið og vissi að það
voru aðrar hliðar á boðskap Yeshua sem virtust tvímælalaust
stangast á við karaítisma (sjá 10. kafla), en svo var leitað til
mín með spurninguna varðandi Matteusarguðspjall 23.1-3.
Vandamálið varðandi textann virtist nokkuð augljóst. Í 15. kafla
Matteusarguðspjalls virtist Yeshua segja lærisveinum sínum að
halda sig frá mannasetningum faríseanna en í Matteusarguðspjalli
23.1-3 sagði hann þeim að gera allt sem farísearnir kenndu þeim,
því þeir sætu í stóli Móse og hefðu vald hans.
Fyrstu viðbrögð mín, sem karaíta, voru þau að ég hafði
ekki miklar áhyggjur af því sem vitist vera mótsögn á milli 15.
og 23. kafla Matteusarguðspjalls. Samt ákvað ég að nálgast þetta
sem textavandamál, á sama hátt og ég myndi reyna að leysa
textavandamál í Dauðahafshandritunum eða öðrum fornum ritum.
Ein af fyrstu „lausnunum“ sem ég rakst á var frá
svokölluðum biblíugagnrýnanda, einum af þessum lærðu prófessorum
sem sitja í fílabeinsturnum sínum. Útsýnið úr fílabeinsturninum
var það að 15. kafli Matteusar hafi verið skrifaður af
lærisveini Yeshua sem líkaði ekki við farísea, en 23. kaflinn
hafi verið skrifaður af lærisveini sem var hrifinn af faríseum.
Hvor þessara lærisveina fyrir sig hafði einfaldlega heyrt í
orðum Yeshua það sem hann vildi heyra, byggt á hans eigin
fyrirframótuðu hugmyndum.31
31
Til dæmis Fenton, bls. 366: „Það er
erfitt að trúa því að Jesús hafi virkilega skipað hlýðni við
kennslu fræðimanna og farísea; þetta virðist hafa verið viðhorf
Matteusar eða eins heimildarmanna hans; sjá 519.“ Samanber einnig Davies og Allison, bls. 269.
32
Ein möguleg undantekning er í
Postulasögunni 15.5. Þetta vers gæti vísað til löngunar flokka
farísea meðal fylgjenda Yeshua til að leggja lögmál og hefðir
farísea á alla „trúaða.“ Jakob (Ya´akov) stóð gegn þessu og
mælti heldur með fjórum grundvallarreglum til að koma nýjum í
trúnni af stað á göngunni og útskýrði að hin boðorðin myndu þeir
svo læra með því að heyra Torah Móse lesið í samkundunni á
hverjum hvíldardegi (Post. 15.20-21). Hver sem lærði boðorðin
með því að heyra Torah lesið, yrði að sjálfsögðu ekki beygður
undir mannasetningar faríseanna sem eru allt annað en hið ritaða
Torah.
Vissulega hefði þetta skilið eftir önnur ummerki í
sagnfræðilegum og textalegum heimildum.
33
Sjá til dæmis Davies og Allison, bls.
270.
Í nokkurn tíma sá ég enga lausn á þessu vandamáli og
var í raun ekki viss um hvernig ég ætti að bera mig að
framhaldinu. Ég prófaði að skoða Matteusarguðspjall 23.2-3 á
„upprunalegu“ grískunni. Þar sem ég er karaíti hefur viðhorf
mitt gagnvart Tanach alltaf verið það að lesa það á upprunalegu
hebreskunni þar sem allar þýðingar innihalda einhverja óbeina
túlkun. Raunar hef ég þetta viðhorf gagnvart öllum fornum
skjölum. Ef ég vil vita hvað stendur í Talmúd, les ég það á
arameísku og ef ég vil vita hvað stendur í Dauðahafshandritunum,
les ég þau á hebresku. Þess vegna skoðaði ég grísku útgáfuna af
Matteusarguðspjalli 23.-2-3 og komst að því að hinar stöðluðu
ensku þýðingar höfðu trúfastlega lagt fram sama texta og ritaður
var á grísku.
torah@internet.is
|
||