3. kafli
Að skilja faríseisma
Ég byrjaði að útskýra fyrir vini mínum að hinir
nútímalegu strangtrúuðu rabbínar væru framhald af faríseum til
forna; það er tekið fram í Talmúd.8
8
Babylonian Talmúd, Kidushin 66a; Nidah
33b
Fyrsta lögmálsbrotið: Tvenns konar Torah
Hið fyrsta af þessum grundvallaratriðum er ef til
vill hið mikilvægasta og langsóttasta. Þetta er sú kenning að
þegar Móse fór upp á Sínaífjall, hafi hann fengið tvenns konar
Torah, munnlegt Torah og ritað Torah. Þetta er mjög forn hugmynd
sem Talmúd vísar í, í nafni Shammai, þekkts rabbína sem var uppi
nokkrum öldum fyrir Yeshua:
Rabbínar okkar kenndu: Atburður þar sem ákveðinn heiðingi kom
fram fyrir Shammai og spurði hann: Hvað hafið þið mörg Torah?
[Shammai] svaraði: Tvö, hið ritaða Torah og hið munnlega Torah (Torah
She-Be´al Peh). (Babylonian
Talmúd, Sabbath 31a)
Grundvallarkenning faríseismans er því trúin á hið
munnlega Torah, sem stundum er kallað „munnlega lögmálið.“
Talmúd útskýrir að þetta „munnlega“ Torah hafi verið gefið Móse
í síðari opinberuninni á Sínaífjalli.
9
9
Kenning faríseanna um síðari
opinberunina á Sínaífjalli birtist í eftir farandi grein í
Talmúd:
Levy bar Chama rabbíni sagði í
nafni Simeon ben Lakish rabbína: Það sem er átt við með versinu
þegar Drottinn sagði við Móse: „Skal ég fá þér steintöflur og
lögmálið og boðorðin, er ég hefi skrifað, til þess að þú kennir
þeim.“ (2. Mós. 24.12) er þetta:
Steintöflur vísa til
boðorðanna tíu; lögmálið
vísar til Torah; og
boðorðin vísa til Mishnah;
er ég hefi skrifað
vísar til Talmúd. Þetta kennir okkur að Móse var gefið allt
þetta á Sínaífjalli. (Babylonian Talmud, Berachot 5a).
Kenningin um síðari opinberunina birtist
líka í Midrash:
Þegar hinn Almáttugi opinberaðist á
Sínaífjalli til að gefa Ísrael Torah, færði hann Móse
eftirfarandi í réttri röð: Ritningarnar, Mishnah, Talmúd og
Midrash... Jafnvel það sem nemandi spyr rabbínann sinn, sagði hinn Almáttugi Móse
frá á þeim tíma. Eftir að hann nam það frá munni hins
Almáttuga, sagði [Móse]: „Meistari alheimsins! Láttu mig skrifa
það niður fyrir þá.“ [Hinn Almáttugi] svaraði: „Ég vil ekki láta
þá hafa það [eingöngu] skriflegt... Ritningarnar fá þeir
skrifalega en Mishnah, Talmúd og Midrash fá þeir munnlega.“ (Exodus
Rabbah 47:1 [Sbr. Lehrman þýðinguna bls. 536])
Samkvæmt Midrash var hið „síðara“ Torah gefið
munnlega til að halda því frá höndum heiðingjanna. Guð vissi að
Tanach („Gamla testamentið“) yrði þýtt yfir á grísku, er útskýrt
í Midrash, þannig að hann gaf munnlega lögmálið til varðveislu
sem einkasvið rabbínanna, nokkurs konar leynilega þekkingu.10
10
Kenning faríseanna um munnlega lögmálið sem rabbínunum var gefið sem
leynileg þekking birtist í eftirfarandi grein í Midrash:
[Guð] sagði við [Móse]: „Ég vil
ekki láta þá fá þetta skriflegt, vegna þess að ég veit að
skurðgoðadýrkendur eiga eftir að ríkja yfir þeim í framtíðinni
og taka frá þeim [Ritninguna] og fyrirlíta hana. Því gef ég þeim
Ritninguna skriflega, en Mishnah, Talmúd og Midrash læt ég þeim
munnlega í té, þannig að þegar skurðgoðadýrkendurnir koma og
undiroka [Ísrael], mun [Ísrael] enn halda aðskilnaði við þá. (Exodus
Rabbah 47:1 [Sbr. Lehrman þýðinguna bls. 536])
Ein
djúpstæðasta breytingin á faríseisma frá 1. öld e.Kr. er sú að
munnlega lögmálið var ritað niður. Fyrstur til að byrja að skrá
það var rabbíninn Judah the Prince, sem skrifaði
Mishnah í kringum 200 e.Kr., safn kenninga farísea og iðkanir þeirra
sem ræddar eru í akademíum rabbína. Næstu aldir á eftir rökræddu
rabbínarnir um merkingu ýmissa greina og útskýringar voru
ritaðar sem Talmúd. Það eru í raun til tvö Talmúd. Jerúsalem
Talmúd var ritað í Tíberías og lauk skráningu þess í kringum
árið 350. Það var nefnt „Jerúsalem“ Talmúd til meiri upphefðar,
jafnvel þótt það hefði verið ritað í Tíberías. Jerúsalem Talmúd
er yfirleitt kallað „Hið palestínska Talmúd.“ Síðara Talmúd
ritið var fullritað í kringum árið 500 e.Kr. af Ravina og Rav
Ashi í Babýlon og var kallað Hið babýloníska Talmúd.11
11
Frá tíma herleiðingarinnar til Babýlon á 6. öld f.Kr. fram til 1956 e.Kr.
var alltaf heilmikið samfélag Gyðinga í Babýlon. Árið 1956 rak
arabaríkið Írak allt samfélag babýlonískra Gyðinga á brott,
þrátt fyrir að samfélag babýlonískra Gyðinga hefði verið þar mun
lengur en sjálfir arabarnir.
12
Meðal þess fyrsta í Midrashim er
Seder Olam Rabbah sem
er frá 2. öld e.Kr. Eitt það nýjasta í
Midrashim er
Pirkei deRabbi Eliezer
sem er frá 9. öld.
Á meðan Mishnah og
Talmúd hefur verið
skipulagt eftir efni, er
Midrash sett upp sem samfelld skýring á biblíuversum.
Annað
lögmálsbrotið: Vald rabbínanna
Annað grundvallaratriði gyðingdóms rabbína/farísea er sú trú að rabbínar
hafi afdráttarlaust vald
til túlkunar á Ritningunni og að það sem þeir segi í trúarlegum
málum sé bindandi, jafnvel þótt þeir hafi í raun og veru rangt
fyrir sér. Þetta er best tjáð með þeirri kenningu rabbína að ef
rabbínarnir segja að hægri sé vinstri eða að vinstri sé hægri,
þá verði að hlýða þeim.13
13
Í Midrash segir þetta um vald rabbínanna:
Jafnvel þótt þeir segi að hægri sé vinstri eða að vinstri
sé hægri, þá ber að hlýða þeim. (Sifre
Deuteronomy
§154 um 5. Mósebók 17.11 [Finkelstein ed. bls. 207; sbr. Hammer þýðinguna
bls. 190])
Sjá einnig Rashi
um 5. Mósebók 17.11 [Mosad Harav Cook ed. bls. 151; Isaiah og
Sharfman þýðinguna, bls. 163]. Um þetta talaði spámaðurinn: „Vei
þeim, sem kalla hið illa gott og hið góða illt, sem gjöra myrkur
að ljósi og ljós að myrkri, sem gjöra beiskt að sætu og sætt að
beisku.“ (Jesaja 5.20)
Dag nokkurn settist einn rabbíninn minn hjá mér og reyndi
að sannfæra mig um afdráttarlaust vald rabbínanna. Hann sagði
mér sögu af Eliezer rabbína sem er skráð í
Hið babýloníska Talmúd, tractate Baba Metsia, bls. 59b. Eliezer
rabbíni var mestur spekinga rabbínanna og kennari hins
þjóðsögulega Akiva rabbína. Einn daginn var Eliezer rabbíni í
rökræðum við hina rabbínana um eitthvað smáatriði í rabbíníska
lögmálinu. Eliezer rabbíni hélt því fram að ákveðin tegund af
ofni gæti ekki smitast af helgisiðalegum óhreinleika, en allir
hinir rabbínarnir sögðu að hann gæti smitast.14
14
Þessi saga af Eliezer rabbína er almennt
þekkt sem „Achnaiofninn“ og er kennd eftir þessari ákveðnu
ofntegund.
Seinna, þegar ég var orðinn eldri, las ég þessa sömu sögu
af Eliezer rabbína, beint úr Talmúd og komst að því að það var
framhald á sögunni. Eftir uppákomuna á milli rabbínanna og
Eliezer rabbína var einn rabbíninn að ráfa um skóginn þegar hann
hitti Elía spámann (rabbínarnir trúa því að Elía hafi aldrei
dáið og að hann tali oft við þá).15
15
Þegar rabbínar annast umskurð, skilja
þeir eftir tóman stól fyrir Elía og á páskahátíðinni er hefð
fyrir því að opna dyrnar til að hleypa Elía inn!
Þessi rabbíni spurði Elía hvað Guð hefði sagt þegar hann heyrði rabbína
akademíunnar lýsa því yfir að þeir hlustuðu ekki á himininn.
Elía sagði að á þeirri stundu hefði skaparinn hlegið og sagt:
banai nitschuni banai nitschuni „Synir mínir hafa sigrað mig!“ (Hið
babýloníska Talmúd, Baba Metsia 59b).16
16
Sjá Viðauka 3 til að lesa meira um
atvikið með Eliezer rabbína.
Þriðja lögmálsbrot rabbínanna er notkun þeirra á
órökréttri túlkun.
Torah segir okkur
nákvæmlega hvernig við eigum að skilja orð þess. Í 31. kafla 5.
Mósebókar er boð um að öll Ísraelsþjóðin - karlar, konur, börn
og útlendingar innan borgarhliðanna - eigi að safnast saman á
laufskálahátíðinni sjöunda hvert ár og heyra Torah lesið.
Tilgangurinn með þessum opinbera lestri Torah er sá að kenna
Ísraelsmönnum að heyra, læra og fylgja Torah:
-12- Safna þú saman lýðnum, bæði körlum, konum og börnum, og
útlendingum þeim, sem hjá þér eru innan borgarhliða þinna, til
þess að þeir hlýði á
og til þess að þeir
læri að óttast Drottin Guð yðar og
gæti þess að halda
öll orð þessa lögmáls. -13- Og börn þeirra, þau er enn ekki
þekkja það, skulu hlýða á og læra að óttast Drottin Guð yðar
alla þá daga, sem þér lifið í því landi, er þér haldið nú
inn í yfir Jórdan til þess að taka það til eignar. (5. Mósebók
31.12-13)
Það sem við lærum af 31. kafla 5. Mósebókar er að Torah
var ritað á slíkan hátt að það var fullkomlega skiljanlegt
þessum Ísraelsmönnum til forna þegar þeir heyrðu það lesið.
Þegar við túlkum Ritninguna í dag, þurfum við að setja okkur í
spor Ísraelsmanna þess tíma þegar þeir heyrðu Torah lesið fyrir
þá. Auðvitað stöndum við frammi fyrir ýmsu sem þeir þurftu ekki
að glíma við. Við þurfum að spanna 3500 ár menningar og
tungumáls. Hebreska er tungumál Ísraels í dag, hebreska
Ritningarinnar er nokkuð ólík því og við verðum að skilja
tungumálið eins og það var notað þegar Torah var gefið. Þegar
við náum að spanna menningarlegar og tungumálalegar gjár, þurfum
við að spyrja okkur: „Hvernig hefðu Ísraelsmenn skilið Torah á
tímum Móse?“ Hver túlkun sem ekki er augljós hinum ísraelska
fjárhirði forðum, sem hlustar á opinberan upplestur Torah, getur
ekki verið upprunalegur tilgangur Torah.
Vandamálið er það að rabbínarnir túlka Ritninguna með því
sem í dag er þekkt sem
midrashic túlkun.17
17
„Midrashic“ túlkun er líka stundum
kölluð „prédikunarleg“ túlkun (homilía).
Midrashic
túlkun samanstendur af því að taka orð úr samhengi og lesa
merkingu inn í þau. Gott dæmi um þetta er í 2. Mósebók 23.2:
Þú skalt ekki fylgja fjöldanum til illra verka. Ef þú átt svör
að veita í sök nokkurri, þá skalt þú ekki á eitt leggjast með
margnum til þess að halla réttu máli. (2. Mósebók 23.2)
Þetta vers þýðir að við eigum ekki að segja einstakling sekan,
bara af því að allir aðrir segja að hann sé sekur, slíkt er
rangfærsla réttlætis. Við verðum að vitna um sannleikann, hver
sem hann er, jafnvel þótt við séum ein um að færa þau rök.
Rabbínarnir taka þetta sama vers og draga fram allt annað
grundvallaratriði. Eftir eigin geðþótta fjarlægja þeir orð frá
upphafi og enda versins á þennan hátt:
18
Hið babýlóníska Talmúd, Baba Betsia 59b.
„Boðorðið“ um að leggjast á eitt með flestum rabbínunum er
reyndar grundvallarhugtak í faríseisma. Maimonides útskýrir að
ef það eru deilur varðandi túlkun á einhverju lögmáli á milli
1001 rabbína og 1000 spámanna, beri að hlýða kennslu rabbínanna
1001. Sjá meira í Viðauka 3.
Það sem stendur eftir í versinu er það „að leggjast á eitt með
margnum.“ Þegar búið er að taka þetta úr samhengi við
upprunalega innihaldið, eru þessi orð „túlkuð“ sem boðorð um að
„fylgja meirihlutanum.“ Hvað sem meirihluti rabbína segir er
bindandi, vegna þess að í 2. Mósebók 23.2 sé sagt að við eigum
að leggjast á eitt með margnum. Alveg sama þótt 2. Mósebók 23.2
segi að það eigi ekki
á eitt leggjast með margnum heldur fylgja því
sem satt er. Þetta skiptir ekki máli vegna þess að
rabbínarnir hafa einkarétt á því að „túlka“ eins og þeim sýnist.
Þessi iðja, að taka orð úr samhengi og rangsnúa merkingu þeirra,
er dæmigerð nálgun rabbína á Ritningunni. Strangt til tekið er
þessi nálgun ekki „túlkandi“ heldur „skapandi“ Hún notar
handahófskennda hluta úr versum til að skapa nýja merkingu sem á
ekki endilega upptök sín í orðum Ritningarinnar.
Fjórða
lögmálsbrotið: Hefðir manna
Fjórða lögmálsbrot rabbínanna er helgun hefða eða þjóðarsiða. Rabbínarnir
trúa því að ef eitthvað er gert af öllu gyðingasamfélaginu í
ákveðið langan tíma, sé þessi siður, sem kallast
minhag orðinn bindandi
fyrir samfélagið. Þetta grundvallaratriði er geymt sem helgur
dómur í minhag yisrael torah hi „Siðvenja Ísraels er lögmál.“ Það
segir reyndar bókstaflega: „Siðvenja Ísraels er
Torah.“19
19
Chidushei Ramban,
Pesachim 7b [eða Olam
ed. bls. 8a]; I, Orach Chayim 128:6 [vol. 1 bls. 111b];
Mishah Berurah 125:8 [vol. 1, bls. 300].
Klassískt dæmi um þetta er það að bera
kippah eða höfuðkollu. Þetta var ekki þekkt á tímum Talmúd.20 20 Í Talmúd er raunar sagt:
„Stundum hylja menn höfuð sitt og stundum ekki, en hár kvenna er ætíð hulið
og börn eru alltaf berhöfðuð.“ (Hið
babýlóníska Talmúd, Nedarim 30b)
Á miðöldum þróaðist sá siður að hylja höfuðið og eftir nokkur hundruð ár
varð hann bindandi. Í dag er ein helsta grundvallarregla lögmáls
rabbína sú að karlmaður megi ekki ganga fjórar álnir án þess að
hafa höfuðið hulið og megi ekki fara með blessun (jafnvel
sitjandi) án þess að hafa höfuðið hulið.21
21
Shulchan Aruch, Orach Hayyim 2:6 [vol. 1, bls.
11-12]; Bi´ur Halachah, 91 [vol. 1, bls. 248].
Helgaðir siðir eins og þessi eru í beinni andstöðu
við Torah sem segir:
Þér skuluð engu auka við þau boðorð, sem ég legg fyrir yður, né
heldur draga nokkuð frá, svo að þér varðveitið skipanir YHWH
Guðs yðar, sem ég legg fyrir yður.
Þér skuluð gæta þess að halda öll þau boðorð, sem ég legg fyrir
yður. Þú skalt engu auka við þau né heldur draga nokkuð undan.
Í Orðskviðunum er okkur líka kennt:
Bæt engu við orð hans, til þess að hann ávíti þig eigi og þú
standir sem lygari. (Orðskv. 30.6)
Það að gera siði að lögmáli, sama hversu forn siðurinn
er, er brot gegn Torah og gerir þá sem það gera að lygurum.
Fimmta
lögmálsbrotið: Manngerð lög
Fimmta lögmálsbrot rabbínanna er afdráttarlaus lögleiðing nýrra laga. Þessi
uppspunnu lög rabbínanna eru kölluð
takanot („lögleiðing,
umbót“) eða mitzvot
derabanan („boðorð rabbína okkar“).22
22
Andstæða
mitzvot derabanan „boðorða rabbína okkar“ er
mitzvot de´orayta „boðorð Torah.“ Andstæða
takanot „lögleiðingar rabbína“ er
halachah „biblíulegt
lögmál.“
Klassískt dæmi um
takanah - „lögleiðingar, umbótar“) - (eintölumynd
takanot) er
handþvotturinn sem er lögmáli sem rabbínar hafa lögleitt. Vegna
þess að rabbínar lögleiddu þetta lögmál og vegna þess að Guð á
að hafa sagt okkur að hlýða rabbínunum (að minnsta kosti
samkvæmt hinu munnlega lögmáli), má fara með blessunina:
„Blessaður sért þú Drottinn, konungur alheimsins, sem hefur
helgað okkur með boðum sínum
og boðið okkur
að þvo hendurnar.“
Þegar ég útskýrði þessi fimm lögmálsbrot rabbínanna fyrir
kristna vini mínum sem fylgdi Torah, fór ég að átta mig á því
að það sem var mér sem annað eðli, var algjörlega framandi manni
sem átti uppruna sinn í gyðingdómi rabbína/farísea. Nú skyldi ég
hve óvissri stöðu vinur minn var í. Sem „kristinn maður sem
fylgdi Torah“ var hann að reyna að skilja boðskapinn sem Yeshua
talaði til Ísraelsmanna í Júdeu og Galíleu fyrir 2000 árum, en
vinur minn skildi ekki ábendingar Yeshua vegna þess að hann
hafði ekki vitað um „lögmálsbrotin fimm“ sem rabbínarnir reyndu
að troða upp á ísraelska íbúa Júdeu og Galíleu til forna. Þegar
hann las að Yeshua hefði afnumið hefðir öldunganna um
handþvottinn hélt hann að það væri ógilding á hluta af Torah. Í
mínum augum var þó augljóst að Yeshua var að tala gegn
mannasetningum faríseanna og verja (staðfesta) Torah. Þetta er
það sem hann átti við þegar hann sagði: „Hvers vegna brjótið þér
sjálfir boðorð Guðs sakir erfikenningar yðar?“ Þið brjótið gegn
5. Mósebók 4.2 og 12.32 [13.1] með því að bæta við Torah.
Yeshua heldur áfram: „Þér ógildið orð Guðs með
erfikenning yðar.“ (Matt. 15.6). Með því að halda þjóðinni
upptekinni við mannasetningarnar voru rabbínarnir að fjarlægja
fólkið frá Torah. Þetta er boðskapur sem er jafn sannur í dag og
hann var fyrir 2000 árum. Í Ísrael nútímans eru um 70% Gyðinga
„veraldarhyggjumenn“ sem þýðir að þeir lifa ekki samkvæmt Torah.
Ef þú spyrð meðalmann meðal Ísraelsmanna hvers vegna hann hafi
útilokað Torah í lífi sínu, segir hann almennt að „trúræknin“ sé
of erfið og ekki heldur það sem Guð vilji. Þegar þú biður um
dæmi, þylur hann upp þúsund og eitt atriði sem rabbínar
krefjast, sem á sér engan grunn í Torah. Þessir
veraldarhyggjumenn eru ekki bjánar. Þeir vita að lagasetningar
rabbínanna eru ekki úr Torah, en átta sig yfirleitt ekki á að
það er hægt að lifa samkvæmt Torah án þess að sogast inn í
viðbætur rabbínanna. Þeir farga því hinu góða með því illa.
Raunin er sú að rabbínarnir eru að fæla fólk frá Torah með
þessum mannasetningum.
torah@internet.is
|
||