Tunglkomudagur

Upphaf 1. mánaðar 6010 í dagatali YHWH
(17. mars 2010 samkv. veraldlega tímatalinu)
Nýtt biblíulegt ár!


Byggið var þroskað (orðið aviv) í Ísrael.


Þegar við byrjuðum að blása inn nýjan mánuð og nýtt ár
var mjög þungbúið, kalt, hvasst og rigning.

 
Þrátt fyrir slæmt veður og lélegt skyggni
var mikil gleði og eftirvænting í hópnum.


Jeannot.


Hrafnhildur ljósmyndari með allt á hreinu.


Dúddú-rúddu-dúúúúú....


Svo báðum við og þá datt á dúnalogn, það hætti að rigna,
himinninn opnaðist og við sáum glitta í tunglið
sem boðar þessi biblíulegu áramót.


Þá var blásið meira...


 ...og allir fóru sælir heim.


Blásið á Hornafirði

 

Einnig höfum við fengið fréttir af básúnublæstri í tilefni tunglkomunnar á fleiri stöðum í Reykjavík,
Hveragerði og Höfn í Hornafirði.


Sálmur 81.4-5
Þeytið lúðurinn á tunglkomudögum,
við tunglfylling á hátíðisdegi vorum.
Því að þetta eru lög fyrir Ísrael, boðorð Jakobs Guðs.

 

 

 

 

 

     
 

 
Sigrún Einarsdóttir & Ragnar B. Björnsson © 2009
www.torah.is / torah@internet.is