Orð trúarinnar sem vér predikum

Orð trúarinnar

Hvert er það orð sem vér predikum og hver er okkar trú? Hver er sú trú sem Yeshua predikaði? Hver er sú trú sem Móse predikaði? Er þetta allt það sama?

Mig langar að sýna ykkur bent upp úr íslensku þýðingunni, ég hef ekkert breytt textanum nema undirstrikað og feitletrað. Þið getið flett þessu upp sjálf. Hér sjáum við hvaða trú Shaul (Páll) og postularnir predikuðu:

Róm. 10:4-11  "En Kristur er endalok lögmálsins, svo að nú réttlætist sérhver sá, sem trúir. Því að Móse ritar um réttlætið, sem lögmálið veitir: "Sá maður, sem breytir eftir lögmálinu, mun lifa fyrir það."

En réttlætið af trúnni mælir þannig: "Seg þú ekki í hjarta þínu: Hver mun fara upp í himininn?" - það er: til að sækja Krist ofan, - eða: "Hver mun stíga niður í undirdjúpið?" - það er: til að sækja Krist upp frá dauðum.Hvað segir það svo? "Nálægt þér er orðið, í munni þínum og í hjarta þínu." Það er: Orð trúarinnar, sem vér prédikum. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis."

5. Mós. 30:11-20  "Þetta boðorð, sem ég legg fyrir þig í dag, er þér eigi um megn, og það er eigi fjarlægt þér. Ekki er það uppi í himninum, svo að þú þurfir að segja: "Hver ætli fari fyrir oss upp í himininn og sæki það handa oss og kunngjöri oss það, svo að vér megum breyta eftir því?" Og það er eigi hinumegin hafsins, svo að þú þurfir að segja: "Hver ætli fari fyrir oss yfir hafið og sæki það handa oss og kunngjöri oss það, svo að vér megum breyta eftir því?" Heldur er orðið harla nærri þér, í munni þínum og hjarta þínu, svo að þú getur breytt eftir því. Sjá, ég hefi í dag lagt fyrir þig líf og heill, dauða og óheill. Ef þú hlýðir skipunum Drottins Guðs þíns, þeim er ég legg fyrir þig í dag, að elska Drottin Guð þinn, ganga á hans vegum og varðveita skipanir hans, lög og ákvæði, þá munt þú lifa og margfaldast, og Drottinn Guð þinn mun blessa þig í landi því, er þú heldur nú inn í til þess að taka það til eignar. En ef hjarta þitt gjörist fráhverft og þú verður óhlýðinn og lætur tælast til að falla fram fyrir öðrum guðum og dýrka þá, þá boða ég yður í dag, að þér munuð gjörsamlega farast. Þér munuð þá eigi lifa mörg árin í landi því, er þér haldið nú inn í yfir Jórdan til þess að taka það til eignar. Ég kveð í dag bæði himin og jörð til vitnis móti yður, að ég hefi lagt fyrir þig lífið og dauðann, blessunina og bölvunina. Veldu þá lífið, til þess að þú og niðjar þínir megi lifa, með því að elska Drottin Guð þinn, hlýða raustu hans og halda þér fast við hann, því að undir því er líf þitt komið og langgæður aldur þinn, svo að þú megir búa í landinu, sem Drottinn sór feðrum þínum, Abraham, Ísak og Jakob, að gefa þeim."

Hér kemur skýrt fram hvert orð trúarinnar sem þeir predikuðu er. Við skulum fylgja ritningunum en ekki mannasetningum eða hefðum. Ef það sem við erum að gera stangast á við orð Guðs, þá erum það við sem þurfum að breyta okkur og laga, en ekki Guð að breyta sér og aðlaga sig að okkur. Yeshua kom ekki til að deyja fyrir syndir okkar, svo að við gætum lifað áfram í þeim. Við eigum að vera heilög eins og sá er heilagur sem hefur kallað okkur. Við eigum að sýna trú okkar í orði og verki og vera óaðfinnanleg við endurkomu frelsara okkar.

Jes. 42:8 "Ég er יהוה, það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi öðrum né lof mitt úthöggnum líkneskjum."

Matt. 5:18-19 "Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki."

Jóh 14:15  "Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín."

Lúk 6:46  "En hví kallið þér mig herra, herra, og gjörið ekki það, sem ég segi?"


Alexander Steinarsson Söebech tók saman

Hér er hægt að nálgast skjalið á PDF formi


 

 Aftur til baka í pistla...

  

 

 

 

 

torah@internet.is

 

     
 

 

Sigrún Einarsdóttir & Ragnar B. Björnsson © 2008
www.torah.is / torah@internet.is
Vefhönnun: Einir Björn Ragnarsson