Hvíldardagurinn
Þakka þér, Drottinn,
Faðir minn,
að hvíldardaginn
þú leiddir inn.
Hvíld frá þrældóm
frá fyrri tíð,
sem margir nú
eru samt fastir í.
Strit og strit og meira strit
horfið er allt peningavit.
Viljum bara meira fá
og hégóminn alltaf vinnur á.
En Orð þitt segir:
Sjöunda daginn
taktu frá,
hvíldu þig
öllu striti á.
Nærðu andann,
líkama og sál
og nægju þína
ég fylli á.
(Brynja Guðmundsdóttir)
|
||
|