Þessa uppskrift fékk ég hjá góðri konu frá Ísrael
sem bakaði þetta brauð einu sinni fyrir okkur
hér á Íslandi til að nota á hvíldardegi.

Uppskriftin er ekki nákvæm, bara svona ekta slatti af þessu
 og smá af hinu, en brauðin eru alltaf góð.

Challah

Challah brauð

1 kg. hveiti (eða heilhveiti)
bolli sykur (gott að nota líka hunang)
1 bréf ger
kanilduft (eftir smekk)
smá salt
3 egg
olía
ilvolgt vatn
rúsínur

 Þurrefnum blandað saman.
 Gerið leyst upp í ylvolgu vatninu.

Eggjum, gervatni og olíu hnoðað saman við þurrefnin
þar til deigið er slétt og fallegt og klessist ekki við hnoðskálina.

Látið hefa sig í góða stund undir stykki.

Hnoðað upp aftur í höndunum og rúsínum bætt út í.

Deiginu skipt í tvo hluta (tvö brauð).

Hvoru brauði fyrir sig er skipt í þrjá hluta
 sem eru fléttaðir saman.

Látið hefa sig á bökunarplötunni í svolitla stund.

Smurt með eggi og sesamfræjum stráð ofan á.  

Baka við ca. 180°C
þar til brauðin eru gullin á lit.

Shabbat Shalom!

Sigrún

 

 

     
 


Sigrún Einarsdóttir & Ragnar B. Björnsson © 2008
www.torah.is / torah@internet.is